Lífið

Fólkið á Airwaves: Fólki finnst ég svolítið skrýtinn að fara einn til Íslands

Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar
Stefano er mættur á Iceland Airwaves í þriðja skipti.
Stefano er mættur á Iceland Airwaves í þriðja skipti. Vísir/Marinó
Stefano frá Ítalíu sat í rólegheitum og var að fara yfir dagskrá kvöldsins þegar blaðamaður Vísis tók hann tali.

„Þetta er þriðja árið í röð sem ég kem á Iceland Airwaves. Fyrsta árið kom ég með vini mínum til að sjá Sigur Rós en síðustu tvö árin hef ég komið einn. Það er ekkert mál. Vinum finnst það svolítið skrýtið að ég komi hingað einn en þeir kippa sér samt ekkert upp við það.”

Stefano hefur mestan áhuga á að sjá íslensku hljómsveitirnar.

„Ég er búinn að sjá Jón Jónsson, Sin Fang og Ásgeir Trausta, svo eitthvað sé nefnt,” segir Stefano og dásamar um leið íslenska tónlist sem er þó lítið þekkt á Ítalíu.

„Ég held að fólk á Ítalíu þekki bara Sigur Rós, Björk og Emiliönu Torrini.”

Hann vonast til að koma aftur á næsta ári en viðurkennir þó að vika á Íslandi komi ágætlega við budduna. Það sé þó algjörlega þess virði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×