Íslenski boltinn

Rúnar í viðræður við Lilleström

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúnar Kristinsson gæti yfirgefið KR.
Rúnar Kristinsson gæti yfirgefið KR. vísir/valli
Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, er á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarliðið Lilleström, að því fram kemur í Morgunblaðinu í morgun.

Rúnar segist hafa heyrt í forráðamönnum Lilleström og reiknar með því að ræða formlega við þá á morgun eða hinn.

„Eigum við ekki að segja að það sé gagnkvæmur áhugi ... Það eru fleiri en ég inni í myndinni. Ef hugmyndir mínar og Lilleström fara saman með allt sem lýtur að þjálfuninni, umhverfinu og aðstæður þá er áhugi af minni hálfu að fara til liðsins,“ segir Rúnar við Morgunblaðið.

Einnig kemur fram í fréttinni að KR-ingar eru farnir að leita að eftirmanni Rúnars fari svo að hann hverfi á braut til Noregs.

Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við starfið að undanförnu, en Baldur Stefánsson varaformaður knattspyrnudeildar KR, vildi ekkert tjá sig um þjálfaramálin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×