Fótbolti

Suárez: Messi er betri en Ronaldo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez og Lionel Messi á æfingu.
Luis Suárez og Lionel Messi á æfingu. vísir/getty
Fyrsti El Clásico-leikur vetrarins fer fram á laugardaginn þegar Real Madrid tekur á móti erkifjendum sínum í Barcelona.

Leikurinn markar lítil tímamót fyrir úrúgvæska framherjann Luis Suárez sem má hefja leik aftur eftir keppnisbannið sem hann fékk fyrir að bíta GiorgioChiellini á HM.

Suárez verður laus úr banninu aðeins nokkrum klukkustundum fyrir leik og verður væntanlega frumsýndur í El Clásico. Hann tekur fullan þátt í sálfræðistríðinu fyrir leikinn og hefur blandað sér í umræðu um hvort sé betri; LionelMessi eða CristianoRonaldo.

„Að mínu mati er Leo betri en Ronaldo. Ég æfi og spila með Leo á hverjum degi og á hverjum degi kemur hann mér á óvart. Hann er einstakur. Það vita allir hvað hann hefur gert fyrir Barcelona og að hann er heimsklassa leikmaður,“ er haft eftir Suárez í Daily Mirror.

Cristiano Ronaldo var kjörinn besti leikmaður heims fyrr á árinu eftir að Messi hafði unnið þau verðlaun fjórum sinnum í röð. Saman hafa þeir unnið gullboltann undanfarin sex skipti.

„Messi er besti leikmaður heims vegna þess sem hann hefur nú þegar afrekað þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Luis Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×