Tónlist

James Blunt segir að lagið You're Beautiful sé pirrandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
James Blunt
James Blunt vísir/getty
Söngvarinn James Blunt segir í viðtali við tímaritið Hello! að honum finnist lagið sem kom honum á kortið, You're Beautiful, frekar pirrandi.

„Einu lagi var þröngvað uppá fólk - You're Beautiful - og það varð pirrandi,“ segir söngvarinn um lagið sem sló í gegn árið 2005 og komst á topp Billboard 200-listans.

„Ég held að ég hafi verið markaðssettur af plötufyrirtæki til að ná til kvenna á meðan auglýsingar fyrir Desperate Housewives voru í gangi en þannig tapar maður fimmtíu prósentum af hlustendum,“ bætir James við.

„Markaðsstarfið málaði mig einnig sem brjálæðislega alvarlegan og einlægan mann en vinir mínir vita að ég er það alls ekki.“

Síðan You're Beautiful sló í gegn hefur söngvarinn gefið út þrjár stúdíóplötur og hefur verið á tónleikaferðalagi síðustu vikur til að kynna plötuna Moon Landing sem kom út í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.