Lífið

Icelandair við Hafþór: „Því miður eru flugvélarnar til þess að fljúga yfir fjöll, ekki flytja þau“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson fékk skemmtlegt svar frá Icelandair.
Hafþór Júlíus Björnsson fékk skemmtlegt svar frá Icelandair.
Kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni var svarað skemmtilega af starfsmanni Icelandair á Twitter. Hafþór birti mynd af sér inni á klósetti í flugvél Icelandair um helgina og talaði um hversu erfitt það sé að vera jafn stór og hann, þegar maður ferðast.

Hafþóri fékk svar um hæl: „Sæll Hafþór, því miður eru flugvélarnar til þess að fljúga yfir fjöll, ekki flytja þau. Voanndi naust þú flugsins.

Þetta uppátæki Icelandair hefur vakið athygli erlendra miðla. Þar er Icelandair hrósað fyrir að hafa svarað þessu skemmtilega. Svo virðist sem blaðamaðurinn erlendi geri sér ekki grein fyrir að flestir Íslendingar viti upp á hár hver Hafþór Júlíus sé, því hann hrósar starfsmönnum Icelandair fyrir að vita að Hafþór leiki í þáttunum Game of Thrones. Blaðamaðurinn velti því meira að segja fyrir sér hvort að starfsmaður Icelandair hafi þurft að fletta Hafþóri upp á Google.

Eins og Vísir greindi frá um helgina birti Hafþór einnig mynd af sér á Facebook, þar sem hann sat í járnhásætinu (e. The Iron Throne) sem konungbornir menn sitja jafnan í í þáttunum Game of Thrones. Fjölmargir hafa skrifað við myndina að Hafþór taki sig vel út í sætinu. Það virðist í það minnsta fara umtalsvert betur um okkar mann í hásætinu en á klósettinu í flugvél Icelandair.


Tengdar fréttir

Passar betur í hásætið en flugvélaklósettið

Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims, virðist hafa það gott við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones ef marka má mynd sem hann birtir af sjálfum sér á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.