Íslenski boltinn

Kristinn Rúnar gerði tveggja ára samning við Fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Kristinn Rúnar Jónsson eftir undirskriftina í kvöld.
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Kristinn Rúnar Jónsson eftir undirskriftina í kvöld. mynd/fram
Kristinn Rúnar Jónsson var í kvöld ráðinn þjálfari Fram, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.

Kristinn hefur þjálfað U19 ára landslið Íslands undanfarin átta ár, en hann þjálfaði áður Fram og ÍBV í efstu deild.

Þá var Kristinn Rúnar aðstoðarmaður ÁsgeirsElíassonar hjá Fram 1996 og 1997 og Bjarna Jóhannssonar hjá ÍBV 1998 og 1999.

Kristinn tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem lét af störfum eftir eitt ár við stjórnvölinn, en undir hans stjórn féll Fram í 1. deild.

„Knattspyrnufélagið Fram fagnar ráðningu Kristins Rúnars og bindur miklar vonir við að hann nái að stýra knattspyrnuliði félagsins aftur í hóp þeirra bestu í íslenskum fótbolta,“ segir í fréttatilkynningu Framara.


Tengdar fréttir

Viktor Bjarki hættur hjá Fram

Nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og yfirgefur Safamýrarliðið eftir tvö ár í herbúðum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×