Fótbolti

Romario spáir því að Neymar bæti met Pele

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty
Neymar, framherji Barcelona og Brasilíu, hefur raðað inn mörkum með félagsliði og landsliði að undanförnu og nú er hann farinn að nálgast eitt virtasta met í brasilíska fótboltanum.

Pele skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu og er langmarkahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins á undan þeim Ronaldo (62), Romario (55) og Zico (48).

Neymar, sem er aðeins 22 ára gamall, er nú kominn upp í fimmta sæti listans en hann hefur skorað 40 mörk í 58 landsleikjum. Romario spáir því að Neymar slái met Pele.

„Þrátt fyrir að hann sé ennþá ungur þá veit Neymar vel hvað hann skiptir miklu máli fyrir fótboltann í heiminum og þá sérstaklega brasilíska fótboltann. Hann er leikmaður sem öll brasilíska þjóðin trúir á og hann hefur allt til alls til að endurskrifa söguna," sagði Neymar í viðtali við Lancenet-blaðið.

„Hann er enn bara 22 ára og kominn nálægt þremur markahæstu leikmönnum landsliðsins frá upphafi. Ef hann heldur áfram á sömu braut þá mun hann bæta met Pele," sagði Romario.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×