Íslenski boltinn

Rúnar gæti samið við Lilleström í vikunni

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. vísir/daníel
Rúnar Kristinsson færist nær norska liðinu Lilleström með hverjum deginum.

Hvorki Rúnar né Lilleström hafa viljað staðfesta að stutt sé í að Rúnar verði tilkynntur þjálfari félagsins en RB Sporten í Noregi hefur heimildir fyrir því að viðræður séu langt komnar.

Miðillinn heldur því fram að líklega verði gengið frá samningum í vikunni. Ekki verði þó tilkynnt um nýjan þjálfara fyrir leikinn Bodö/Glimt um helgina.

Torgeir Bjarmann, íþróttastjóri Lilleström, hefur sem minnst viljað tjá sig um málið og segir félagið vera að hugsa um tímabilið sem er í gangi.

Hann viðurkennir að Lilleström gæti þess vegna verið búið að semja við nýjan þjálfara en bætir þó við að svo sé ekki.

Miðillinn segir einnig frá því að Rúnar vilji taka Pétur Pétursson með sér sem hefur verið aðstoðarmaður Rúnars hjá KR.


Tengdar fréttir

Rúnar þarf að svara KR í vikunni

KR-ingar ætla ekki að bíða endalaust eftir svari frá Rúnari Kristinssyni um hvort hann ætli sér að þjálfa lið félagsins áfram eður ei.

Rúnar hættur hjá KR

Sterklega orðaður við starfið hjá Lilleström í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×