Tónlist

FM Belfast endurgerir Ghostbusters-lagið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin FM Belfast er búin að endurgera Ghostbusters-lagið goðsagnakennda en myndbandið við lagið má horfa á hér fyrir ofan.

Lagið er hluti af myndlistarsýningunni GGG þar sem um það bil þrjátíu myndlistarmenn sýna verk tileinkuð þremur ástsælustu kvikmyndaverkum níunda áratugarins; Gremlins, Goonies og Ghostbusters.

Sýningin opnar í Bíó Paradís, á hrekkjavökunni, þann 31. október og stendur yfir í tvær vikur. Bíóið tekur einnig myndirnar þrjár til sýningar á sama tíma.

Á morgun og fimmtudag sýnir Vísir einnig tvö myndbönd til viðbótar tengd sýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.