Audi TT auglýsing tekin á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 12:51 Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr. Bílar video Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent
Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr.
Bílar video Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent