Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2014 10:00 KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
KSÍ hefur lagt fram hugmyndir að nýjum og endurbættum Laugardalsvelli með fimmtán þúsund manna stúku og engri hlaupabraut. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Lengi hefur verið kallað eftir því úr knattspyrnuhreyfingunni að hlaupabrautin á Laugardalsvelli verði fjarlægð og nú eru hugmyndir um að byggja frekar upp áhorfendaaðstöðu á vellinum. Meðal þeirra tillagna sem liggja fyrir er yfirbyggð stúka sem nær allan hringinn í kringum völlinn auk þess sem að nú þegar liggur fyrir styrkur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Við viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lokið og undankeppni EM,“ er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.„Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bætir við að um það hafi náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna. Ekki liggur þó fyrir áætlun um neina uppbyggingu nýs frjálsíþróttavallar í Laugardalnum. Geir bendir þó á að KSÍ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum Laugardalsvallar og aðkomu áhugasamra fjárfesta sé þörf. „Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilina.“Vísir/DaníelÞórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að aðgerðirnar geti ekki farið fram án aðkomu ríkisins. Viðræður hafi hafist í fyrra og verði haldið áfram á næstu misserum. Síðla árs 2005 var undirritað samkomulag ríkisins við KSÍ um 200 milljóna styrk ríkisins við framkvæmdir á stækkun og endurbætur á eldri stúku Laugardalsvallarins þar sem einnig er nú að finna skrifstofur og fræðslusetur KSÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, sagði við það tilefni að algjört skilyrði að aðkomu ríkisins að verkefninu væri að Laugardalsvöllur yrði áfram þjóðarleikvangur bæði knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi sem og frjálsíþróttanna.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira