Íslenski boltinn

Bjarni hættir og Aðalsteinn tekur við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Bjarni Guðjónsson er hættur sem þjálfari Fram og Aðalsteinn Aðalsteinsson verður eftirmaður hans samkvæmt heimildum Vísis.

Þetta verður tilkynnt síðar í dag en Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði fyrr í dag við Vísi að líklega væri breytingar í vændum.

Bjarni hefur verið orðaður við KR að undanförnu og þykir líklegt að hann komi til greina sem næsti þjálfari liðsins ákveði Rúnar Kristinsson að halda til Noregs.

Aðalsteinn er 52 ára gamall og þjálfaði 2. flokk Fram í sumar. Hann lék með Víkingi á sínum tíma og á einnig leiki að baki með A-landsliði Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×