Lífið

Leigh borðaði lunda eftir verðlaunaafhendingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikstjórinn Mike Leigh var sáttur með lundann.
Leikstjórinn Mike Leigh var sáttur með lundann. visir/aðsend/getty
Leikstjórinn Mike Leigh hlaut heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðdegis í gær.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin, sem voru forlátur Lundi, og sagði við það tilefni að ekki aðeins væri lundinn dularfull skepna sem hyrfi sporlaust á veturna, heldur væri hann ljómandi góður á bragðið.

Leikstjórinn tók hann á orðinu og fór eftir hátíðina á Þrjá frakka þar sem Úlfar Eysteinsson, matgerðarmaður, leyfði honum að smakka fuglinn og fleiri þjóðlega rétti.

Leikstjórinn fór því næst í mat á veitingastaðnum Mar, þar sem hann fékk saltfisk. Meðal gesta voru Óskar Jónasson og Rúnar Rúnarsson, leikstjórar.

Einnig var rannsóknarblaðamaðurinn John Pilger á svæðinu. Þá voru Benedikt Erlingsson, leikstjóri og leikara ásamt Laufeyju Guðjónsdóttur hjá kvikmyndamiðstöðinni viðstödd málsverðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.