Heilsa

Hlýleg haustsúpa

Rikka skrifar

Nú er formlega komið haust, eins og allir ættu að hafa tekið eftir, og þá fer hið árlega kvef og kuldahrollar að láta á sér kræla. Fátt hlýjar manni eins mikið eins og matarmikil og heit súpa. Þessi uppskrift er tilvalin í kvöldmatinn á köldu haustkvöldi.

Hlýleg haustsúpa

fyrir 4

500 g kjúklingalundir, skornar í bita

1 msk ólífuolía

1 msk kókosolía

150 g bankabygg

2-3 hvítlauksrif

3 cm engiferkubbur, rifinn

1,5 l vatn

2 kjúklingakraftskubbar

3 vorlaukar, sneiddir

sjávarsalt og nýmalaður pipar

Hitið ólífuolíuna og kókosolíuna í potti og steikið kjúklingalundirnar. Takið þær frá og steikið byggið í stutta stund, bætið hvítlauk og engifer saman við og steikið. Hellið vatni smám saman við ásamt kjúklingakrafti og látið malla í 30-35 mínútur. Bætið kjúklingnum saman við ásamt vorlauknum og kryddið með salti og pipar.


Tengdar fréttir

Hollar amerískar pönnukökur

Hollar og bragðgóðar amerískar pönnukökur sem einfalt er að búa til og tilvaldar í brönsinn um helgar eða á sparídögum

Fljótlegar og girnilegar omelettumúffur

Í Léttum sprettum í gær bjó ég til fljótlegar og girnilegar omelettumúffur sem eru að auki bráðhollar og gott að eiga til í ísskápnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×