Fabrikkan ekki eign Simma og Jóa Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2014 16:01 Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að banna eiganda veitingarstaðar á Laugarvatni að nefna staðinn sinn Pizzafabrikkuna. Í sumar fékk Neytendastofa bréf frá Nautafélaginu ehf. sem innihélt kæru á hendur Pizzafabrikkunar vegna notkunar á auðkenninu Pizzafabrikkan. Nautafélagið er meðal annars í eigu Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekktir sem Simmi og Jói. Saman reka þeir hamborgarastaðinn Hamborgarafabrikkuna og selja allskyns vörur undir nafni staðarins. Neytendastofa hafði einnig bannað Erlingi Ellingsen, veitingamanni á Laugarvatni, að nota lénið pizzafabrikkan.is en í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að nefndin telji nafnið ekki svo líkt nafninu Hamborgarafabrikkan að það gæti valdið misskilningi.„Þrátt fyrir að orðið fabrikkan komi einnig fyrir í heiti kæranda er auðkennið Pizzafabrikkan í heild sinni nokkuð ólíkt auðkennunum Hamborgarafabrikkan og Fabrikkan. Þá verður ekki framhjá því litið að þrátt fyrir að fyrirtækin starfi bæði í veitingageiranum geta þau vart talist bjóða vöru sína og þjónustu á sama markaði. Er þess að gæta í því sambandi að Nautafélagið ehf. hefur hingað til nánast einvörðungu markaðssett sig sem hamborgarastað á meðan kærandi virðist leggja áherslu á sölu flatbaka í sínum rekstri,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Tengdar fréttir Sjónvarpsstöðin Hamborgarafabrikkan Jón Mýrdal, vert á Bravó, furðar sig á nafni sjónvarpsstöðvarinnar – Bravó! 9. janúar 2014 10:21 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að banna eiganda veitingarstaðar á Laugarvatni að nefna staðinn sinn Pizzafabrikkuna. Í sumar fékk Neytendastofa bréf frá Nautafélaginu ehf. sem innihélt kæru á hendur Pizzafabrikkunar vegna notkunar á auðkenninu Pizzafabrikkan. Nautafélagið er meðal annars í eigu Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekktir sem Simmi og Jói. Saman reka þeir hamborgarastaðinn Hamborgarafabrikkuna og selja allskyns vörur undir nafni staðarins. Neytendastofa hafði einnig bannað Erlingi Ellingsen, veitingamanni á Laugarvatni, að nota lénið pizzafabrikkan.is en í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að nefndin telji nafnið ekki svo líkt nafninu Hamborgarafabrikkan að það gæti valdið misskilningi.„Þrátt fyrir að orðið fabrikkan komi einnig fyrir í heiti kæranda er auðkennið Pizzafabrikkan í heild sinni nokkuð ólíkt auðkennunum Hamborgarafabrikkan og Fabrikkan. Þá verður ekki framhjá því litið að þrátt fyrir að fyrirtækin starfi bæði í veitingageiranum geta þau vart talist bjóða vöru sína og þjónustu á sama markaði. Er þess að gæta í því sambandi að Nautafélagið ehf. hefur hingað til nánast einvörðungu markaðssett sig sem hamborgarastað á meðan kærandi virðist leggja áherslu á sölu flatbaka í sínum rekstri,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Tengdar fréttir Sjónvarpsstöðin Hamborgarafabrikkan Jón Mýrdal, vert á Bravó, furðar sig á nafni sjónvarpsstöðvarinnar – Bravó! 9. janúar 2014 10:21 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Hamborgarafabrikkan Jón Mýrdal, vert á Bravó, furðar sig á nafni sjónvarpsstöðvarinnar – Bravó! 9. janúar 2014 10:21