Íslenski boltinn

Guðmundur Steinn: Enginn hringt nema þú

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Steinn Hafsteinsson var markakóngur í 1. deild með Víkingi Ólafsvík 2012.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson var markakóngur í 1. deild með Víkingi Ólafsvík 2012. vísir/andri marinó
Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sóknarmaður Fram, kom sterkur inn í lið Safamýrarpilta um mitt mót í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa glímt við mikil meiðsli fram að því.

Hann skoraði í heildina fimm mörk í tólf leikjum, þar af tvö mörk í ævintýralegum sigri á Fram í lokaumferðinni sem dugði þó liðinu ekki til að halda sæti sínu í deildinni.

Guðmundur segist ekki vera byrjaður að íhuga hvað hann ætli að gera næsta sumar. Hann er með samning við Fram út næsta tímabil, en það kitlar óneitanlega að vera áfram í efstu deild.

„Ég ætla bara að sjá til hvernig þetta þróast. Ég er ekki búinn að vera að pæla neitt í þessu. Ég er með samning við Fram, en auðvitað vill maður spila í betri deild en 1. deildinni. Það er samt ekkert sem ég tek ákvörðun um einn,“ segir Guðmundur Steinn í samtali við Vísi.

Sóknarmenn vaxa ekki á trjánum í íslenska boltanum og má búast við að einhver lið úr efstu deild hafi samband við Guðmund Stein. Það hefur þó ekki gerst ennþá. „Það hefur enginn hringt nema þú,“ segir Guðmundur Steinn léttur.

„Maður heyrir bara eitthvað svona út frá sér en það er ekkert meira en það. Það er ekki sniðugt að taka ákvarðanir þegar maður er nýfallinn. Ég ætla bara að ná þessu svekkelsi úr mér og sjá svo til. Svo er líka mikilvægt að sjá hvernig þjálfaramálin fara,“ segir Guðmundur Steinn Hafsteinsson.


Tengdar fréttir

Framarar vilja að Bjarni haldi áfram

Snorri Már Skúlason, formaður meistaraflokksráðs Fram, segir gagnkvæman vilja þjálfara og stjórnar knattspyrnudeildar að Bjarni Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×