Tónlist

Fyrsta platan í sex ár

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Cliff Williams, Angus Young og Brian Johnson.
Cliff Williams, Angus Young og Brian Johnson. vísir/getty
Hljómsveitin AC/DC gefur út plötuna Rock or Bust, fyrstu plötu sveitarinnar í sex ár, þann 2. desember á næsta ári.

Á plötunni verða ellefu ný lög, þar á meðal Play Ball sem verður frumflutt þann 27. september á sjónvarpsstöðinni Turner Sports.

Er þetta fyrsta plata sveitarinnar án gítarleikarans Malcolm Young en hann er hættur í sveitinni.

Fyrr á þessu ári gaf hljómsveitin út yfirlýsingu þess efnis að Malcolm þyrfti að taka sér frí vegna veikinda og eru það ástæða þess að hann er hættur í sveitinni. Hljómsveitarmeðlimir gefa ekkert frekar upp um veikindin.

Rock or Bust var tekin upp í vor í Vancouver og fer AC/DC á tónleikaferðalag á næsta ári til að kynna plötuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.