Fótbolti

Ólafur með Nordsjælland í annað sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Nordsjælland vann í kvöld 2-1 sigur á OB og kom sér þar með upp í annað sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Þetta var þriðji sigur liðsins í röð í deildinni en þjálfari þess er Ólafur Kristjánsson, sem tók við starfinu í vor.

Nordsjælland er tveimur stigum á eftir toppliði Midtjylland en Ólafur og félagar eru með nítján stig að loknum níu umferðum. Randers kemur næst með sautján stig.

Martin Vingaard kom Nordsjælland yfir í fyrri hálfleik en Darko Badul jafnaði metin fyrir gestina á 67. mínútu. Aðeins mínútu síðar skoraði hinn stórefnilegi Uffe Bech sigurmark Nordsjælland.

Bech, sem er 21 árs, hefur skorað sjö mörk í níu leikjum og er markahæstur í deildinni ásamt Mads Hvilsom, leikmanni Hobro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×