Fatlað fólk og kynlíf sigga dögg kynfræðingur skrifar 10. september 2014 11:00 Embla Guðrúnar Ágústssdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Mynd/Skjáskot Stöllurnar Emblu og Freyju þarf vart að kynna en þær halda úti vefsíðunni Tabú þar sem þær taka fyrir ýmis málefni er tengjast fötluðu fólki. Nú í september mánuði fjalla þær sérstaklega um kynlíf fatlaðs fólks, bæði útfrá mýtum eins og að fatlað fólk sé ekki kynverur, geti ekki fundið sér maka eða stundað „eðlilegt“ kynlíf (hvað sem það svo er). Á vefsíðunni eru einnig birt viðtöl við fatlað fólk um kynferðislegar upplifanir sínar. Þetta er umræða sem er löngu tímabær og þvílíkt ferskur andblær að þær dömur haldi úti virkri vefsíðu um málefni sem er umlukið þekkingarleysi. Eitthvað er umræðan þó aðeins að opnast. Nýlega birti Huffingtonpost fallega myndaseríu frá ítalska ljósmyndaranum Olivier Fermariello sem er góð áminning á að öll fæðumst við og erum kynverur.Ljósmynd eftir ítalska ljósmyndarann Olivier Fermariello. Fleiri myndir má nálgast í vefslóð í pistlinum.Mynd/SkjáskotEf þú vilt kynna þér nánar fatlað fólk og kynlíf þá er þessi bók frábær. Einnig er hægt að fylgjast með nýjustu pistlum frá Tabú á Facebook. Þá verða þær með fyrirlestur á Húrra fimmtudagskvöldið 11.septemember kl. 20 um áhrif sexisma, ableisma, klámvæðingar og faghroka á líkamsvirðingu og kynverund fatlaðra kvenna. Heilsa Lífið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning
Stöllurnar Emblu og Freyju þarf vart að kynna en þær halda úti vefsíðunni Tabú þar sem þær taka fyrir ýmis málefni er tengjast fötluðu fólki. Nú í september mánuði fjalla þær sérstaklega um kynlíf fatlaðs fólks, bæði útfrá mýtum eins og að fatlað fólk sé ekki kynverur, geti ekki fundið sér maka eða stundað „eðlilegt“ kynlíf (hvað sem það svo er). Á vefsíðunni eru einnig birt viðtöl við fatlað fólk um kynferðislegar upplifanir sínar. Þetta er umræða sem er löngu tímabær og þvílíkt ferskur andblær að þær dömur haldi úti virkri vefsíðu um málefni sem er umlukið þekkingarleysi. Eitthvað er umræðan þó aðeins að opnast. Nýlega birti Huffingtonpost fallega myndaseríu frá ítalska ljósmyndaranum Olivier Fermariello sem er góð áminning á að öll fæðumst við og erum kynverur.Ljósmynd eftir ítalska ljósmyndarann Olivier Fermariello. Fleiri myndir má nálgast í vefslóð í pistlinum.Mynd/SkjáskotEf þú vilt kynna þér nánar fatlað fólk og kynlíf þá er þessi bók frábær. Einnig er hægt að fylgjast með nýjustu pistlum frá Tabú á Facebook. Þá verða þær með fyrirlestur á Húrra fimmtudagskvöldið 11.septemember kl. 20 um áhrif sexisma, ableisma, klámvæðingar og faghroka á líkamsvirðingu og kynverund fatlaðra kvenna.
Heilsa Lífið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning