Heilsa

Leghálsinn

sigga dögg kynfræðingur skrifar
Leghálsinn er "loka“ á milli legganga og legs.
Leghálsinn er "loka“ á milli legganga og legs. Mynd/Skjáskot
Í kynfræðslutímum hjá mér sýni ég ljósmynd af leghálsinum.

 

Flestir nemendur hafa enga hugmynd um hvað í ósköpunum þetta sé og hafa jafnvel aldrei heyrt orðið né geta staðsett það í mannslíkamanum. Margir giska á að þetta sé typpi.

 

Ég kalla leghálsinn „lok“ legganganna og ástæðu þess að typpi fer ekki upp í leg þegar samfarir við lim eru stundaðar eða að túrtappinn týnist ekki.

 

Útum leghálsinn kemur blóð og útferð og inn um hann synda sáðfrumur (ef sæði er í leggöngum).

 

Leghálsinn er staðurinn sem teygist á, þegar við tölum um 10 í útvíkkun þá tölum við um víkkun leghálsins, svo barn geti fæðst en „lokast“ svo aftur eftir það.

 

Umræða um leghálsinn snýr oft að krabbameini og HPV veirunni og því er mikilvægt að vita hvernig líkaminn sinn verkar og hvað þarf að gæta sérstaklega að.

Legháls 25 ára gamallar konu sem hefur aldrei fætt barn né fengið kynsjúkdómMynd/Skjáskot
Í kynferðislegu samhengi er gott að hafa í huga að næmni leghálsins er ekki sérstaklega mikið og þegar menn tala um að stærra sé betra þá er það ekki svo að betra sé að fá mikla örvun á leghálsinn, það er frekar taugaendasnauður staður.

 

Sum þykir óþægilegt að fá örvun á legghálsinn en það getur verið misjafnt eftir því hvar þú ert stödd á tíðahringnum.

 

The beautiful cervix project er frábær vefsíða sem sýnir ljósmyndir af leghálsinum á konum á ólíkum aldri og á mismunandi tímum tíðahringsins.

 

Ef þig langar að skoða þinn eigin legháls þá getur þú keypt græjur til þess og jafnvel tekið þátt í þessu ótrúlega áhugaverða verkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.