Tónlist

Kosið um bestu sumarplötu sögunnar

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Pet Sounds er sækadelísk sumarklassík.
Pet Sounds er sækadelísk sumarklassík.
Tónlistarmiðillinn Consequence of Sound hélt úti skoðanakönnun þar sem lesendur áttu að kjósa bestu „sumarplötu“ sögunnar.

Fjölmargar plötur stóðu upp úr svo sem Forever Changes með Love, Slanted & Enchanted með Pavement og Merriweather Post Pavillion með Animal Collective. Þessar plötur komust þó ekki í gegn og undir lokin stóð valið á milli hinnar sígildu Pet Sounds með Beach Boys og The Suburbs með Arcade Fire.

Nú er könnuninni hins vegar lokið og bar The Suburbs með Arcade Fire sigur úr býtum. Hún fékk 54% atkvæðanna á móti Pet Sounds sem fékk 46%.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þessar plötur í heild sinni, þó sumarið sé reyndar komið að lokum hér á Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.