Hollar nestishugmyndir Rikka skrifar 12. september 2014 14:00 mynd/ljúfmeti.com Malín Örlygsdóttirmynd/ljúfmeti Á bloggsíðu matgæðingsins Svövu Gunnarsdóttir, Ljúfmeti, er að finna ógrynni af girnilegum og hollum uppskriftum. Bloggið hefur verið eitt af vinsælustu matarbloggum á landinu undanfarin ár og skal engan undra það. Malín Örlygsdóttir, dóttir Svövu, tók sig til og tók saman nestishugmyndir fyrir fólk sem er sífellt á hlaupum. Sjálf er hún nýbyrjuð í menntaskóla þar sem að auðveldasta leiðin virðist stundum vera að næra sig á sjoppufæði. Malín tók málin í sínar hendur og fann það hjá sér að hún vildi ekki venja sig á óhollustufæði, fyrir utan það hvað það væri dýrt. Hún brá þá á það ráð að útbúa nesti á hverjum degi á heimasíðu Ljúfmetis má finna árangurinn. Þær mæðgur gáfu okkur á Heilsuvísi uppskrift af dásamlegum hafrabitum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og tilvalið sem millibiti eða í nestistöskuna. Hafrastykki230 g haframjöl (2½ bolli)10 g rice krispies (½ bolli)20 g kókosmjöl (¼ bolli)90 g súkkulaðibitar (½ bolli ) -mér þykir suðusúkkulaði best100 g púðursykur (½ bolli)1/2 tsk salt50 g smjör (¼ bolli)60 g hnetusmjör (¼ bolli)3 msk hunang2 msk sýróp (má sleppa)1/2 tsk vanilludropar Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og sýróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í. Setjið haframjöl, rice krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púðursykur og salt í skál og blandið vel. Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman. Þrýstið blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mínútur. Kælið og skerið síðan í stykki. Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Malín Örlygsdóttirmynd/ljúfmeti Á bloggsíðu matgæðingsins Svövu Gunnarsdóttir, Ljúfmeti, er að finna ógrynni af girnilegum og hollum uppskriftum. Bloggið hefur verið eitt af vinsælustu matarbloggum á landinu undanfarin ár og skal engan undra það. Malín Örlygsdóttir, dóttir Svövu, tók sig til og tók saman nestishugmyndir fyrir fólk sem er sífellt á hlaupum. Sjálf er hún nýbyrjuð í menntaskóla þar sem að auðveldasta leiðin virðist stundum vera að næra sig á sjoppufæði. Malín tók málin í sínar hendur og fann það hjá sér að hún vildi ekki venja sig á óhollustufæði, fyrir utan það hvað það væri dýrt. Hún brá þá á það ráð að útbúa nesti á hverjum degi á heimasíðu Ljúfmetis má finna árangurinn. Þær mæðgur gáfu okkur á Heilsuvísi uppskrift af dásamlegum hafrabitum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og tilvalið sem millibiti eða í nestistöskuna. Hafrastykki230 g haframjöl (2½ bolli)10 g rice krispies (½ bolli)20 g kókosmjöl (¼ bolli)90 g súkkulaðibitar (½ bolli ) -mér þykir suðusúkkulaði best100 g púðursykur (½ bolli)1/2 tsk salt50 g smjör (¼ bolli)60 g hnetusmjör (¼ bolli)3 msk hunang2 msk sýróp (má sleppa)1/2 tsk vanilludropar Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og sýróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í. Setjið haframjöl, rice krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púðursykur og salt í skál og blandið vel. Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman. Þrýstið blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mínútur. Kælið og skerið síðan í stykki.
Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið