Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. september 2014 10:58 Nú hafa fyrstu árnar þegar lokað fyrir veiðimenn og tölur eru farnar að berast um heildarveiði þeirra í sumar sem var í heildina rólegt víða þó margar árnar bæru sig mjög vel. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga var birtur i gær þar sem teknar eru saman veiðitölur liðinnar vikur og þar kennir ýmsa grasa. Fyrst ber að nefna þær lokatölur sem eru þegar komnar í hús frá Þverá og Kjarrá en þar veiddust 1195 laxar sem er ágæt veiði en þess ber að geta að stórlaxahlutfall var sérstaklega gott í ánni í sumar. Norðurá endar í 924 löxum og þá eru upptaldar þær ár á topp tíu listanum sem hafa lokið veiði. Þegar listinn er skoðaður sést að Ytri Rangá hefur tekið toppsætið af Eystri Rangá en stökkið í aflabrögðum skýrist af því að byrjað var að veiða með maðki 14. september og veiddust til að mynda 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum. Blanda klárar þetta sumar með glæsilegri veiði en þar veiddust 1903 laxar. Miðfjarðará er að sama skapi í ágætum málum og nálægt meðalári, Selá á ennþá nokkuð inni enda er veitt þar í rúma viku í viðbót og veiðin verið ágæt en áin sem þó stendur upp úr hvað varðar flesta veidda laxa er Laxá á Ásum með 974 laxa á sínar tvær stangir. Það verður ekki toppað. Annars lítur listinn svona út fyrir liðna viku. Listann í heild sinni má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.17. 9. 20142453205461Eystri-Rangá17. 9. 20142373184797Blanda17. 9. 20141903142611Miðfjarðará17. 9. 20141602103667Þverá + Kjarará17. 9. 2014Lokatölur 1195143373Selá í Vopnafirði17. 9. 201498771664Laxá á Ásum17. 9. 201497421062Norðurá17. 9. 2014Lokatölur 924153351Haffjarðará17. 9. 201482162158Laxá í Aðaldal17. 9. 2014819181009 Stangveiði Mest lesið Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði
Nú hafa fyrstu árnar þegar lokað fyrir veiðimenn og tölur eru farnar að berast um heildarveiði þeirra í sumar sem var í heildina rólegt víða þó margar árnar bæru sig mjög vel. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga var birtur i gær þar sem teknar eru saman veiðitölur liðinnar vikur og þar kennir ýmsa grasa. Fyrst ber að nefna þær lokatölur sem eru þegar komnar í hús frá Þverá og Kjarrá en þar veiddust 1195 laxar sem er ágæt veiði en þess ber að geta að stórlaxahlutfall var sérstaklega gott í ánni í sumar. Norðurá endar í 924 löxum og þá eru upptaldar þær ár á topp tíu listanum sem hafa lokið veiði. Þegar listinn er skoðaður sést að Ytri Rangá hefur tekið toppsætið af Eystri Rangá en stökkið í aflabrögðum skýrist af því að byrjað var að veiða með maðki 14. september og veiddust til að mynda 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum. Blanda klárar þetta sumar með glæsilegri veiði en þar veiddust 1903 laxar. Miðfjarðará er að sama skapi í ágætum málum og nálægt meðalári, Selá á ennþá nokkuð inni enda er veitt þar í rúma viku í viðbót og veiðin verið ágæt en áin sem þó stendur upp úr hvað varðar flesta veidda laxa er Laxá á Ásum með 974 laxa á sínar tvær stangir. Það verður ekki toppað. Annars lítur listinn svona út fyrir liðna viku. Listann í heild sinni má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.17. 9. 20142453205461Eystri-Rangá17. 9. 20142373184797Blanda17. 9. 20141903142611Miðfjarðará17. 9. 20141602103667Þverá + Kjarará17. 9. 2014Lokatölur 1195143373Selá í Vopnafirði17. 9. 201498771664Laxá á Ásum17. 9. 201497421062Norðurá17. 9. 2014Lokatölur 924153351Haffjarðará17. 9. 201482162158Laxá í Aðaldal17. 9. 2014819181009
Stangveiði Mest lesið Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði