Lífið

Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Óskarsverðlaunahafinn er í áfalli eftir árásina
Óskarsverðlaunahafinn er í áfalli eftir árásina Vísir/Getty
Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum um helgina sem brutust inn í símann hennar og stálu þar nektarmyndum af henni og birtu á netinu. Umboðsmaðurinn leikkonunar hefur staðfest að myndirnar af henni séu ekta. Hyggst hún kæra málið og þá fjölmiðla sem birta myndirnar á sínum síðum.

Tölvuþrjótarnir brutust inn í síma hjá hátt í hundrað þekktra einstaklinga um helgina, stálu þar nektarmyndum af þeim og birtu á netinu.

Birtu þeir lista yfir þær stjörnur sem lentu í árásinni og á honum má meðal annars finna Selenu Gomez, Kim Kardashian, Rihanna, Ariana Grande og Amber Heard unnusta stórleikarans Johnny Depp.

Slúðurbloggarinn Perez Hilton var einn þeirra sem birti myndirnar af Jennifer í gærkvöldi, en hann fjarlægði þær skömmu síðar. Á twittersíðu sinni í gærkvöldi sagðist hann sjá eftir því að hafa birt þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×