Frábær sem fyrr af nýrri kynslóð Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 08:45 Lítil útlitsbreyting hefur orðið á milli kynslóða Golf GTI. GVA Reynsluakstur – Volkswagen Golf GTI Það telst ávallt til tíðinda þegar ný kynslóð kemur fram af bílnum sem bjó til „hot hatch“ flokkinn, eða flokk smárra kraftabíla sem byggja á vinsælum bílum sem framleiddir eru í miklu magni. Volkswagen Golf GTI var semsagt bíllinn sem ruddi þessa braut og margir hafa komið í kjölfarið og reynt að velta Golf GTI af stalli. Það hefur ekki enn tekist þó svo að margir góðir bílar hafi keppt við hann á undanförnum árum. Ný býr Golf GTI af því að vera afsprengi bíls ársins í fyrra, hinum hefðbundna Golf. Það er ekki slæmt að vera þróaður út frá slíkum gæðabíl. Alveg frá því Golf GTI kom fyrst á markað hefur hann verið yndi þeirra sem fjalla um bíla og dæma þá. Þeirri vegferð er langt í frá lokið og enn eina ferðina hefur Volkswagen tekist frábærlega til.Laglegur hvar sem á er litið.GVAHófstillt útlitsbreyting en glænýr bíll Þó svo að hér sé á ferðinni glæný kynslóð Golf GTI er hann hvorki mjög frábrugðinn í útliti eldri gerð bílsins né hefðbundnum Golf, sem nú er af sjöndu kynslóð. Það er heldur ekki þörf á að breyta svo miklu þegar vel hefur tekist til áður. Volkswagen fór því fremur hópstillta leið á breytingu hans. Það fer hinsvegar ekkert á milli mála þegar hann er litinn sýnum að þar fer GTI útgáfa bílsins en ekki venjulegur Golf. Hann stendur 1,5 cm lægra, er á gullfallegum GTI felgum með rauðan áberandi bremsubúnað og með GTI-merkið í grillinu. Þessi nýja kynslóð hans er nú 5,3 cm lengri, 1,3 cm breiðari og 2,8 cm lægri. Lengra er á milli hjóla og hefur framöxullinn verið færður fram um 4,3 cm. Golf GTI er nú byggður á MQB undirvagni Volkswagen eins og sífjölgandi bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar og hefur notkun hástyrktarstáls aukist frá 6% í 28% við smíði bílsins. Því þarf minna stál í bílinn, hann léttist og verður allur stífari fyrir vikið. Núna liggur 61% af þyngd bílsins á framöxlinum, en þar er einmitt drif hans.Rauðstunginn þráður er rauði þráðurinn í innréttingu bílsins.GVAEr nú 220 hestöfl og 5,8 sekúndur í 100 Golf GTI er með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 220 hestöflum. Hann er 6,5 sekúndur í hundraðið og því nokkuð sprækur bíll. Nú er hægt er að fá svokallaðan „Performance Pack“ í Golf GTI og eykst þá aflið um 10 hestöfl og þá fær hann öflugri bremsur að auki. Akstur Golf GTI er bara hrein skemmtun. Hann er að sjálfsögðu stífur bíll á fjöðrun enda á hann að geta tekið beygjurnar hratt en örugglega. Bíllinn er því draumur þeirra sem aka bílum ekki bara til að komast á milli staða, heldur njóta hverrar ökuferðar. Þannig var það í tilfelli reynsluökumanns. Bíllinn skortir sjaldan afl og erfitt reynist að halda sér innan löglegra marka um hámarkshraða. Bíllinn er bestur á milli 2.500 og 4.000 snúningum en veldur þó örlitlum vonbrigðum á háum snúningi. Þessi bíll er ekki fyrir þá sem kjósa fyrirhafnarlausa og ljúfa fjöðrun og því gæti mörgum húsfrúnum og þeim sem njóta þess að mynda langa bílaröð fyrir aftan sig fundist hann of hastur. Rétt er að benda þeim á hefðbundinn Volkswagen Golf eða aðra góða fólksbíla. Reynsluakstursbíllinn var með 6 gíra DSG sjálfskiptingu en einnig má fá hann með 6 gíra beinskiptingu. Sannir bílaáhugamenn taka hann örugglega með beinskiptingunni en það verður þó að viðurkennast að hann er ansi skemmtilegur með þessari góðu sjálfskiptingu sem ávallt virðist í réttum gír. Hekla býður bílinn aðeins í sínum verðlista með sjálfskiptingunni en hann má að sjálfsögðu sérpanta með beinskiptingu.Rauðköflótt sæti sem fyrr í Golf GTI.GVASnyrtileg innrétting og afar vel smíðuð Innréttingin í Golf GTI er sér kapítuli og er þá helst vísað til sætanna. Þau hafa frá upphafi verið með rauðköflóttu áklæði og þar vilja Volkswagen menn ekki beygja af leið, enda eru þau falleg og einkennandi fyrir bílinn. Allt er mjög snyrtilegt, fagurt og umfram allt vel smíðað í innréttingu bílsins. Stýrið og klæðningin utan um skiptinguna eru ísaumuð með rauðum þræði og segja má því að rauður þráður sé rauði þráðurinn í innréttingu bílsins. Það að nota tauáklæði er enn einn liður Volkswagen í því að halda ávallt niðri verði bílsins og á það við margt annað í bílnum. Á mjög góðu verði Þrátt fyrir allt afl Golf GTI er hann sko enginn eyðpsluhákur. Eyðsla hans er 6,4 lítrar í blönduðum akstri og mengun aðeins 148 CO2. Eitt það albesta við Volkswagen Golf GTI er þó verð hans, en þessi öflugi akstursbíll kostar aðeins 5.590.000 kr. og hafa margir velt því fyrir sér hvernig Hekla getur boðið þennan bíl á svo góðu verði. Það er einmitt kosturinn við þennan bíl að Volkswagen hefur ávallt kosið að halda niðri verði hans og þar sem hann er byggður á bíl sem seldur er í um milljón eintökum á ári er þróunarkostnaður hans lágur og því má betur vanda til í efnisvali og frágangi. Volkswagen Golf GTI er og hefur alltaf verið frábær kostur fyrir þá sem kunna að meta góða bíla og undirritaður hefði ekkert á móti því að einn þeirra væri í innkeyrslunni.Kostir: Frábærir aksturseiginleikar, gott verð, vönduð smíðiÓkostir: Skortir afl á háum snúningi, hófstillt útlit 2,0 l. bensínvél með forþjöppu, 220 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 148 g/km CO2 Hröðun: 6,5 sek. Hámarkshraði: 245 km/klst Verð: 5.590.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Reynsluakstur – Volkswagen Golf GTI Það telst ávallt til tíðinda þegar ný kynslóð kemur fram af bílnum sem bjó til „hot hatch“ flokkinn, eða flokk smárra kraftabíla sem byggja á vinsælum bílum sem framleiddir eru í miklu magni. Volkswagen Golf GTI var semsagt bíllinn sem ruddi þessa braut og margir hafa komið í kjölfarið og reynt að velta Golf GTI af stalli. Það hefur ekki enn tekist þó svo að margir góðir bílar hafi keppt við hann á undanförnum árum. Ný býr Golf GTI af því að vera afsprengi bíls ársins í fyrra, hinum hefðbundna Golf. Það er ekki slæmt að vera þróaður út frá slíkum gæðabíl. Alveg frá því Golf GTI kom fyrst á markað hefur hann verið yndi þeirra sem fjalla um bíla og dæma þá. Þeirri vegferð er langt í frá lokið og enn eina ferðina hefur Volkswagen tekist frábærlega til.Laglegur hvar sem á er litið.GVAHófstillt útlitsbreyting en glænýr bíll Þó svo að hér sé á ferðinni glæný kynslóð Golf GTI er hann hvorki mjög frábrugðinn í útliti eldri gerð bílsins né hefðbundnum Golf, sem nú er af sjöndu kynslóð. Það er heldur ekki þörf á að breyta svo miklu þegar vel hefur tekist til áður. Volkswagen fór því fremur hópstillta leið á breytingu hans. Það fer hinsvegar ekkert á milli mála þegar hann er litinn sýnum að þar fer GTI útgáfa bílsins en ekki venjulegur Golf. Hann stendur 1,5 cm lægra, er á gullfallegum GTI felgum með rauðan áberandi bremsubúnað og með GTI-merkið í grillinu. Þessi nýja kynslóð hans er nú 5,3 cm lengri, 1,3 cm breiðari og 2,8 cm lægri. Lengra er á milli hjóla og hefur framöxullinn verið færður fram um 4,3 cm. Golf GTI er nú byggður á MQB undirvagni Volkswagen eins og sífjölgandi bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar og hefur notkun hástyrktarstáls aukist frá 6% í 28% við smíði bílsins. Því þarf minna stál í bílinn, hann léttist og verður allur stífari fyrir vikið. Núna liggur 61% af þyngd bílsins á framöxlinum, en þar er einmitt drif hans.Rauðstunginn þráður er rauði þráðurinn í innréttingu bílsins.GVAEr nú 220 hestöfl og 5,8 sekúndur í 100 Golf GTI er með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 220 hestöflum. Hann er 6,5 sekúndur í hundraðið og því nokkuð sprækur bíll. Nú er hægt er að fá svokallaðan „Performance Pack“ í Golf GTI og eykst þá aflið um 10 hestöfl og þá fær hann öflugri bremsur að auki. Akstur Golf GTI er bara hrein skemmtun. Hann er að sjálfsögðu stífur bíll á fjöðrun enda á hann að geta tekið beygjurnar hratt en örugglega. Bíllinn er því draumur þeirra sem aka bílum ekki bara til að komast á milli staða, heldur njóta hverrar ökuferðar. Þannig var það í tilfelli reynsluökumanns. Bíllinn skortir sjaldan afl og erfitt reynist að halda sér innan löglegra marka um hámarkshraða. Bíllinn er bestur á milli 2.500 og 4.000 snúningum en veldur þó örlitlum vonbrigðum á háum snúningi. Þessi bíll er ekki fyrir þá sem kjósa fyrirhafnarlausa og ljúfa fjöðrun og því gæti mörgum húsfrúnum og þeim sem njóta þess að mynda langa bílaröð fyrir aftan sig fundist hann of hastur. Rétt er að benda þeim á hefðbundinn Volkswagen Golf eða aðra góða fólksbíla. Reynsluakstursbíllinn var með 6 gíra DSG sjálfskiptingu en einnig má fá hann með 6 gíra beinskiptingu. Sannir bílaáhugamenn taka hann örugglega með beinskiptingunni en það verður þó að viðurkennast að hann er ansi skemmtilegur með þessari góðu sjálfskiptingu sem ávallt virðist í réttum gír. Hekla býður bílinn aðeins í sínum verðlista með sjálfskiptingunni en hann má að sjálfsögðu sérpanta með beinskiptingu.Rauðköflótt sæti sem fyrr í Golf GTI.GVASnyrtileg innrétting og afar vel smíðuð Innréttingin í Golf GTI er sér kapítuli og er þá helst vísað til sætanna. Þau hafa frá upphafi verið með rauðköflóttu áklæði og þar vilja Volkswagen menn ekki beygja af leið, enda eru þau falleg og einkennandi fyrir bílinn. Allt er mjög snyrtilegt, fagurt og umfram allt vel smíðað í innréttingu bílsins. Stýrið og klæðningin utan um skiptinguna eru ísaumuð með rauðum þræði og segja má því að rauður þráður sé rauði þráðurinn í innréttingu bílsins. Það að nota tauáklæði er enn einn liður Volkswagen í því að halda ávallt niðri verði bílsins og á það við margt annað í bílnum. Á mjög góðu verði Þrátt fyrir allt afl Golf GTI er hann sko enginn eyðpsluhákur. Eyðsla hans er 6,4 lítrar í blönduðum akstri og mengun aðeins 148 CO2. Eitt það albesta við Volkswagen Golf GTI er þó verð hans, en þessi öflugi akstursbíll kostar aðeins 5.590.000 kr. og hafa margir velt því fyrir sér hvernig Hekla getur boðið þennan bíl á svo góðu verði. Það er einmitt kosturinn við þennan bíl að Volkswagen hefur ávallt kosið að halda niðri verði hans og þar sem hann er byggður á bíl sem seldur er í um milljón eintökum á ári er þróunarkostnaður hans lágur og því má betur vanda til í efnisvali og frágangi. Volkswagen Golf GTI er og hefur alltaf verið frábær kostur fyrir þá sem kunna að meta góða bíla og undirritaður hefði ekkert á móti því að einn þeirra væri í innkeyrslunni.Kostir: Frábærir aksturseiginleikar, gott verð, vönduð smíðiÓkostir: Skortir afl á háum snúningi, hófstillt útlit 2,0 l. bensínvél með forþjöppu, 220 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 148 g/km CO2 Hröðun: 6,5 sek. Hámarkshraði: 245 km/klst Verð: 5.590.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent