Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Armenía 4-0 | Strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik Anton Ingi Leifsson á Fylkisvelli skrifar 3. september 2014 14:46 Úr leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta vann öruggan 4-0 sigur á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik og keyrðu yfir gestina. Fyrir leikinn bjuggust flestir við hörkuleik, en annað kom á daginn. Íslenska liðið var töluvert betri aðilinn og rúllaði yfir gestina í síðari hálfleik. Íslenska liðið spilaði 4-4-2 eins og í flestum leikjum undankeppninnar. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu og vörnina frá hægri til vinstri skipuðu þeir Orri Sigurður Ómarsson, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon. Guðmundur Þórarinsson og Andri Rafn Yeoman spiluðu á miðjunni og þeir Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason. Fremstir voru þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Emil Atlason sem áttu heldur betur eftir að láta til sín taka. Íslendingar byrjuðu betur og fengu fínt skallafæri eftir nokkrar mínútur, en markvörður Armena varði. Síðan jafnaðist leikurinn dálítið og bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðsins. Íslendingar ætluðu fyrir leikinn að nýta sér sín föstu leikatriði vel og fyrsta mark leiksins kom einmitt eftir aukaspyrnu. Guðmundur Þórarinsson sendi þá laglegan bolta fyrir markið þar sem Hólmbert Aron stangaði boltann í netið. Eftir fyrsta markið róaðist leikurinn til muna, en það kom eftir 23. mínútur. Íslenska liðið var afar hættulegt í uppstilltum atriðum og gestirnir ógnuðu ekkert, íslenska vörnin hélt vel og gáfu engin færi á sér. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir íslenska liðinu. Í síðari hálfleik var meira fjör. Liðin voru svipað mikið með boltann, en bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðs. Það var meira púður í Armenum í fyrri hálfleik en í þeim síðari og það áttu okkar menn eftir að nýta sér. Eftir tæpan klukkutíma fiskaði Jón Daði víti eftir laglegan einleik. Hólmbert fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Tæpum tíu mínútu síðar rak Emil Atlason síðasta naglann í líkkistu gestana. Emil sást ekki mikið í leiknum, en var duglegur og gerði vel í markinu. Hann fékk sendingu frá vinstri og kláraði færið. Emil virtist meiðast við að skora markið, en hann fékk strax skiptingu. Ólafur Karl Finsen kom inná í hans stað. Okkar menn sigldu sigrinum heim án teljandi vandræða. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen bætti við fjórða og síðasta mark Íslands í uppbótartíma og lokatölur 4-0. Íslenska liðið var afar sannfærandi í þessum leik ef frá er talið eitt stangarskot Armena í upphafi leiks. Bláklæddir heimamenn spiluðu afar vel. Erfitt er að pikka einn mann út úr íslenska liðinu sem spilaði allt mjög vel, en Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn á miðsvæðinu og var besti maður vallarins. Hann stjórnaði spili íslenska liðsins og ég myndi ekki verða hissa ef Guðmundur færi frá Sarpsborg í janúarglugganum. Hólmbert spilaði einnig afar vel í fremstu víglínu og er ég handviss um að hann eigi eftir að standa sig hjá Bröndby. Íslenska liðinu bíður ærið verkefni gegn Frakklandi mánudaginn 8. september, en erfitt er að segja hversu góðir möguleikar Íslands séu að fara áfram. Það kemur í ljós í kvöld eða í fyrramálið hvort að Ísland þurfi stig í Frakklandi, en líklegt er að þeir þurfi eitt stig að minnsta kosti.Eyjólfur: Íslenska þjóðin getur verið stolt af strákunum „Þetta var stórkostlegur sigur. Hann var sanngjarn og íslenska þjóðið getur verið stolt af þessum strákum," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 í leikslok. „Þetta var svipaður leikur eins og ég bjóst við. Ég vissi að við værum sterkir í föstum leikatriðum og myndum setja mörk á þau þar og við gerðum það." „Ég er sérstaklega ánægður með hversu agaðir við vorum í leiknum. Við vorum ekki að gefa þeim færi á okkur." Eyjólfur segir að það sé ekki víst hvernig framhaldið sé varðandi þetta umspilssæti. „Það veit enginn neitt eins og er. Við erum í öðru sæti er og í umspilssætinu, en við þurfum eigilega að ná í eitt stig í Frakklandi. Þá verðum við pottþéttir áfram." „Það verður virkilega erfitt, en spennandi og við sýndum góðan leik á móti þeim heima og ætlum að gera það aftur úti," sagði Eyjólfur í leikslok.Guðmundur Þórarinsson: Þeir voru hálf máttlausir „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá voru þeir hálf máttlausir. Þeir höfðu ekki miklu að keppa og við sigldum þessu skringilega þægilega heim," sagði Guðmundur Þórarinsson, besti maður vallarins, við Vísi í leikslok. „Þá spiluðum við í 35 gráðum og það reyndi mikið meira á. Við skoruðum fyrr núna og svo fannst mér við ekki gefa mörg færi á okkur. Við vorum þéttir fyrir og þetta var frekar þægilegt." „Við vissum að við værum miklu sterkari en þeir í föstum leikatriðum. Við erum með marga góða skallamenn og það er bara gríðarlega þægilegt fyrir mig að vera spyrna þessu fyrir. Maður þarf bara hitta hann eitthvert í teiginn og þá eru þeir mættir að skalla þetta inn." „Við lögðum upp með það að nýta okkur þessi föstu leikatriði og það gekk upp í dag." Guðmundur segir erfitt að rýna í stöðuna eftir þennan leik, en segir jafnframt að það skýrist betur með kvöldinu. „Þessi fjögur mörk í plús gætu reynst okkur dýrmæt, en ég veit ekki hvernig hinir leikirnir fóru. Það á eftir að koma betur í ljós," sagði Guðmundur Þórarinsson í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta vann öruggan 4-0 sigur á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik og keyrðu yfir gestina. Fyrir leikinn bjuggust flestir við hörkuleik, en annað kom á daginn. Íslenska liðið var töluvert betri aðilinn og rúllaði yfir gestina í síðari hálfleik. Íslenska liðið spilaði 4-4-2 eins og í flestum leikjum undankeppninnar. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu og vörnina frá hægri til vinstri skipuðu þeir Orri Sigurður Ómarsson, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon. Guðmundur Þórarinsson og Andri Rafn Yeoman spiluðu á miðjunni og þeir Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason. Fremstir voru þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Emil Atlason sem áttu heldur betur eftir að láta til sín taka. Íslendingar byrjuðu betur og fengu fínt skallafæri eftir nokkrar mínútur, en markvörður Armena varði. Síðan jafnaðist leikurinn dálítið og bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðsins. Íslendingar ætluðu fyrir leikinn að nýta sér sín föstu leikatriði vel og fyrsta mark leiksins kom einmitt eftir aukaspyrnu. Guðmundur Þórarinsson sendi þá laglegan bolta fyrir markið þar sem Hólmbert Aron stangaði boltann í netið. Eftir fyrsta markið róaðist leikurinn til muna, en það kom eftir 23. mínútur. Íslenska liðið var afar hættulegt í uppstilltum atriðum og gestirnir ógnuðu ekkert, íslenska vörnin hélt vel og gáfu engin færi á sér. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir íslenska liðinu. Í síðari hálfleik var meira fjör. Liðin voru svipað mikið með boltann, en bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðs. Það var meira púður í Armenum í fyrri hálfleik en í þeim síðari og það áttu okkar menn eftir að nýta sér. Eftir tæpan klukkutíma fiskaði Jón Daði víti eftir laglegan einleik. Hólmbert fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Tæpum tíu mínútu síðar rak Emil Atlason síðasta naglann í líkkistu gestana. Emil sást ekki mikið í leiknum, en var duglegur og gerði vel í markinu. Hann fékk sendingu frá vinstri og kláraði færið. Emil virtist meiðast við að skora markið, en hann fékk strax skiptingu. Ólafur Karl Finsen kom inná í hans stað. Okkar menn sigldu sigrinum heim án teljandi vandræða. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen bætti við fjórða og síðasta mark Íslands í uppbótartíma og lokatölur 4-0. Íslenska liðið var afar sannfærandi í þessum leik ef frá er talið eitt stangarskot Armena í upphafi leiks. Bláklæddir heimamenn spiluðu afar vel. Erfitt er að pikka einn mann út úr íslenska liðinu sem spilaði allt mjög vel, en Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn á miðsvæðinu og var besti maður vallarins. Hann stjórnaði spili íslenska liðsins og ég myndi ekki verða hissa ef Guðmundur færi frá Sarpsborg í janúarglugganum. Hólmbert spilaði einnig afar vel í fremstu víglínu og er ég handviss um að hann eigi eftir að standa sig hjá Bröndby. Íslenska liðinu bíður ærið verkefni gegn Frakklandi mánudaginn 8. september, en erfitt er að segja hversu góðir möguleikar Íslands séu að fara áfram. Það kemur í ljós í kvöld eða í fyrramálið hvort að Ísland þurfi stig í Frakklandi, en líklegt er að þeir þurfi eitt stig að minnsta kosti.Eyjólfur: Íslenska þjóðin getur verið stolt af strákunum „Þetta var stórkostlegur sigur. Hann var sanngjarn og íslenska þjóðið getur verið stolt af þessum strákum," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 í leikslok. „Þetta var svipaður leikur eins og ég bjóst við. Ég vissi að við værum sterkir í föstum leikatriðum og myndum setja mörk á þau þar og við gerðum það." „Ég er sérstaklega ánægður með hversu agaðir við vorum í leiknum. Við vorum ekki að gefa þeim færi á okkur." Eyjólfur segir að það sé ekki víst hvernig framhaldið sé varðandi þetta umspilssæti. „Það veit enginn neitt eins og er. Við erum í öðru sæti er og í umspilssætinu, en við þurfum eigilega að ná í eitt stig í Frakklandi. Þá verðum við pottþéttir áfram." „Það verður virkilega erfitt, en spennandi og við sýndum góðan leik á móti þeim heima og ætlum að gera það aftur úti," sagði Eyjólfur í leikslok.Guðmundur Þórarinsson: Þeir voru hálf máttlausir „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá voru þeir hálf máttlausir. Þeir höfðu ekki miklu að keppa og við sigldum þessu skringilega þægilega heim," sagði Guðmundur Þórarinsson, besti maður vallarins, við Vísi í leikslok. „Þá spiluðum við í 35 gráðum og það reyndi mikið meira á. Við skoruðum fyrr núna og svo fannst mér við ekki gefa mörg færi á okkur. Við vorum þéttir fyrir og þetta var frekar þægilegt." „Við vissum að við værum miklu sterkari en þeir í föstum leikatriðum. Við erum með marga góða skallamenn og það er bara gríðarlega þægilegt fyrir mig að vera spyrna þessu fyrir. Maður þarf bara hitta hann eitthvert í teiginn og þá eru þeir mættir að skalla þetta inn." „Við lögðum upp með það að nýta okkur þessi föstu leikatriði og það gekk upp í dag." Guðmundur segir erfitt að rýna í stöðuna eftir þennan leik, en segir jafnframt að það skýrist betur með kvöldinu. „Þessi fjögur mörk í plús gætu reynst okkur dýrmæt, en ég veit ekki hvernig hinir leikirnir fóru. Það á eftir að koma betur í ljós," sagði Guðmundur Þórarinsson í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira