Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk Guðni Gunnarsson skrifar 8. september 2014 09:00 Mynd/getty Fyrst er að finna heimildina til velsældar, hleypa henni út úr hjartanu og inn í allan líkamann og allt lífið. Að fara úr dýrslegum viðbrögðum yfir í valið far – yfir í ferli; markviss ferli sem styðja við ljós hjartans. Til að hleypa sér inn í fulla framgöngu þarf tvennt að koma til:Skýr, heitbundin og kröftug sýn á hvað það er sem þú vilt skapa.Hjarta sem er opið fyrir gjöfunum sem geta komið frá heiminum og haft áhrif á þessa sýn.Svo er það umgjörðin um kraftaverkið. Hana sköpum við og staðfestum, aftur og aftur, með einlægum vilja. Það kann að hljóma órómantískt eða laust við hjartnæma hugsjón að ætla að útbúa umgjörð um kraftaverk (við viljum jú að allt svoleiðis komi af sjálfu sér, eins og ástin) en máttug horfumst við í augu við staðreyndirnar og forsögu okkar sjálfra og sjáum að til að brjóta vanann á bak aftur þurfum við að skapa ný ferli. Kíkjum inn í orðið. Kraftaverk? Hvað segir það okkur? Kraft-í-verk? Eða kraftur að verki? Kraftaverk. Máttur í vilja. Máttur að verki.Kraftaverk er viðhorfsbreyting. Í sinni fallegustu birtingarmynd er kraftaverk einfaldlega viðhorfsbreyting.Vissulega er þetta merking orðsins – en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. Sleppum því gamla hugmyndakerfinu sem segir að rómantíska ástin gerist af sjálfu sér, að kraftaverkið sé eitthvað sem við þiggjum; sleppum því að festast í „ég-er-eins-og-ég-er“ hugsunarhættinum og veljum að gera breytingar á lífi okkar, með krafti í verki. Göngum inn í nýja tilvist þar sem við viðurkennum að mátturinn er innra með okkur; að það er víst róman- tískt að stuðla með beinum hætti að umbreytingu okkar sjálfra. Jafnvel þótt það feli í sér skipulag ... en þegar ég skipulegg er ég svo leiðinlegur og grár! Orðið kallar fram í hugann alls kyns hversdagsleg verkefni þar sem ég verð drepleiðinlegur. Skipulag? Getum við notað það orð? Skipulagt kraftaverk? Hvað með vitandi kraftaverk? Sem er stutt af skipulögðu ferli?Viljandi kraftaverk. Það er það sem við gerum til að finna aftur valdið yfir eigin lífi.Við setjum kraft í verkið með vitund. Viljandi kraftaverk.Kærleikur,Guðni Heilsa Tengdar fréttir Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 "Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun? Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. 15. júní 2014 11:50 Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57 Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fyrst er að finna heimildina til velsældar, hleypa henni út úr hjartanu og inn í allan líkamann og allt lífið. Að fara úr dýrslegum viðbrögðum yfir í valið far – yfir í ferli; markviss ferli sem styðja við ljós hjartans. Til að hleypa sér inn í fulla framgöngu þarf tvennt að koma til:Skýr, heitbundin og kröftug sýn á hvað það er sem þú vilt skapa.Hjarta sem er opið fyrir gjöfunum sem geta komið frá heiminum og haft áhrif á þessa sýn.Svo er það umgjörðin um kraftaverkið. Hana sköpum við og staðfestum, aftur og aftur, með einlægum vilja. Það kann að hljóma órómantískt eða laust við hjartnæma hugsjón að ætla að útbúa umgjörð um kraftaverk (við viljum jú að allt svoleiðis komi af sjálfu sér, eins og ástin) en máttug horfumst við í augu við staðreyndirnar og forsögu okkar sjálfra og sjáum að til að brjóta vanann á bak aftur þurfum við að skapa ný ferli. Kíkjum inn í orðið. Kraftaverk? Hvað segir það okkur? Kraft-í-verk? Eða kraftur að verki? Kraftaverk. Máttur í vilja. Máttur að verki.Kraftaverk er viðhorfsbreyting. Í sinni fallegustu birtingarmynd er kraftaverk einfaldlega viðhorfsbreyting.Vissulega er þetta merking orðsins – en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. Sleppum því gamla hugmyndakerfinu sem segir að rómantíska ástin gerist af sjálfu sér, að kraftaverkið sé eitthvað sem við þiggjum; sleppum því að festast í „ég-er-eins-og-ég-er“ hugsunarhættinum og veljum að gera breytingar á lífi okkar, með krafti í verki. Göngum inn í nýja tilvist þar sem við viðurkennum að mátturinn er innra með okkur; að það er víst róman- tískt að stuðla með beinum hætti að umbreytingu okkar sjálfra. Jafnvel þótt það feli í sér skipulag ... en þegar ég skipulegg er ég svo leiðinlegur og grár! Orðið kallar fram í hugann alls kyns hversdagsleg verkefni þar sem ég verð drepleiðinlegur. Skipulag? Getum við notað það orð? Skipulagt kraftaverk? Hvað með vitandi kraftaverk? Sem er stutt af skipulögðu ferli?Viljandi kraftaverk. Það er það sem við gerum til að finna aftur valdið yfir eigin lífi.Við setjum kraft í verkið með vitund. Viljandi kraftaverk.Kærleikur,Guðni
Heilsa Tengdar fréttir Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 "Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun? Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. 15. júní 2014 11:50 Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57 Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00
"Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00
Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00
Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14
Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun? Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. 15. júní 2014 11:50
Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57
Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48