Lífið

Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Biggi lögga telur að hann hafi aldrei áður verið textaður á flæmsku.
Biggi lögga telur að hann hafi aldrei áður verið textaður á flæmsku.
Birgi Örn Guðjónsson rak í rogastans þegar hann sá að lítið myndbandsinnslag sem hann gerði á dögunum hafði ratað í belgíska fjölmiðla.

Birgir, sem stundum er kallaður Biggi lögga, hafði búið til lítið myndskeið til þess að svara kalli félaga síns á Facebook sem óskaði eftir því að einhver tæki sig til og kenndi útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, en fregnir af yfirstandandi skjálftavirkni þar hafa ratað langt út fyrir landsteinanna.

Erlendir fjölmiðlamenn áttu í stökustu vandræðum með að bera fram nafn Eyjafjallajökuls í umfjöllun sinni um gosið sem setti flugferðir milljóna ferðalanga úr skorðum árið 2010 þannig að Birgir taldi að ekki væri vanþörf á einu slíku kennslumyndbandi.

Birgir gerði sér lítið fyrir, „fór náttúrulega beint út á svalir og skellti í eitt BARA Í ÞEIM TILGANGI AÐ SETJA ÞAÐ INN SEM KOMMENT HJÁ HONUM,“ eins og Birgir segir á Facebook-síðu sinni og vísar þar til færslu félaga síns.

Hann hafi svo komist að því í morgun að myndskeiðið verið hafi sýnt á belgískri sjónvarpsstöð og er hann nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn hann hafi verið þýddur yfir á flæmsku.

Myndband Bigga var birt á belgísku vefsíðunni VTM en við myndbandið er skrifað: „Jörðin nötrar að nýju undir Íslandi. Fjórum árum eftir að Eyjafjallajökull gaus er annað eldfjall í þann mund að gjósa. Það eldfjall ber að sjálfsögðu nafn sem er heldur ekki hægt að bera fram.“

Framburðarkennslu Bigga og flæmsku þýðinguna má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Bekijk meer video's van vtmnieuws op






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.