Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Guðni Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2014 11:49 Mynd/getty Tilgangurinn er forsenda allsnægta og velsældar. Tilgangur manneskjunnar er alltaf ást, en það sem gerir okkur frábrugðin hvert öðru er hvernig við skilgreinum hvernig við ætlum að elska. Þín útfærsla á ást er þinn tilgangur – hvernig þú velur að ráðstafa orkunni sem er ást gagnvart heiminum. Markmið byggð á tilgangi eru yfirlýsing um þakklæti, ekki yfirlýsing um skort. Markmið byggð á tilgangi nást stöðugt því að upplifun þeirra á sér stað í núinu. Markmið án tilgangs tilheyra þegar-veikinni og þegar við eltum þau viðhöldum við vítahring skortsins og eltum skottið á sjálfum okkur eins og hundar. Sjáðu fyrir þér hund sem hefur náð í skottið á sjálfum sér. Hvað gerir hann? Liggur hann kyrr með skottið uppi í munninum? Hversu lengi? Smástund? Hvað svo? Hann sleppir skottinu. Hann sleppir skottinu sem hann hafði svo mikið fyrir að ná. Af hverju? Af því að hann verður að gera það. Til að geta haldið áfram verður hann að sleppa því sem hann er búinn að ná. Elta, halda, sleppa. Elta, halda, sleppa. Elta, halda, sleppa ... Svona er ég grimmur: Ég lýsi okkur eins og ösnum sem elta innantómar gulrætur og hundum sem elta skottið á sjálfum sér. Ertu sár? Veitirðu þessum kenningum viðnám? Hugsarðu með þér: „Þetta er bara rugl í Guðna, ég er ekki svona.“ Gott mál. Þá ertu uppljómuð manneskja. Þegar þú upplifir hamingju og sátt í eigin skinni. Þegar þú vilt vera eins og þú ert, þar sem þú ert, núna. Þegar þú finnur ekki fyrir þörfinni til að breyta þér eða aðstæðum þínum. Þegar þú dvelur aldrei í eftirsjá eða iðrun yfir fortíðinni, í eftirsjá eftir því hvernig hlutirnir voru eða í þrá eftir því að framtíðin komi með betri tíð og blóm í haga. Þegar þú kannast ekki við þessa hugsun: „Ég er ágæt manneskja, eins og ég er, en þegar ég ... “ Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. Þessi grein fjallar nefnilega ekki um að drepa skortdýrið. Það er ekki hægt, því það býr djúpt og víða í öllu okkar lífskerfi. Það er ekki hægt að útrýma skortdýrinu, en það er hægt að senda það í kærleiksríkan dvala – draga úr því máttinn. Við elskum skortdýrið eins og allt annað sem í okkur býr, en við elskum það nógu mikið til að hlusta ekki á það. Við elskum það. Með ljósi. Það er það eina sem þarf. Ljós. Skortdýrið þolir ekki ljósið, þolir ekki ástina, þolir ekki núið. Kærleikur,Guðni Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Tilgangurinn er forsenda allsnægta og velsældar. Tilgangur manneskjunnar er alltaf ást, en það sem gerir okkur frábrugðin hvert öðru er hvernig við skilgreinum hvernig við ætlum að elska. Þín útfærsla á ást er þinn tilgangur – hvernig þú velur að ráðstafa orkunni sem er ást gagnvart heiminum. Markmið byggð á tilgangi eru yfirlýsing um þakklæti, ekki yfirlýsing um skort. Markmið byggð á tilgangi nást stöðugt því að upplifun þeirra á sér stað í núinu. Markmið án tilgangs tilheyra þegar-veikinni og þegar við eltum þau viðhöldum við vítahring skortsins og eltum skottið á sjálfum okkur eins og hundar. Sjáðu fyrir þér hund sem hefur náð í skottið á sjálfum sér. Hvað gerir hann? Liggur hann kyrr með skottið uppi í munninum? Hversu lengi? Smástund? Hvað svo? Hann sleppir skottinu. Hann sleppir skottinu sem hann hafði svo mikið fyrir að ná. Af hverju? Af því að hann verður að gera það. Til að geta haldið áfram verður hann að sleppa því sem hann er búinn að ná. Elta, halda, sleppa. Elta, halda, sleppa. Elta, halda, sleppa ... Svona er ég grimmur: Ég lýsi okkur eins og ösnum sem elta innantómar gulrætur og hundum sem elta skottið á sjálfum sér. Ertu sár? Veitirðu þessum kenningum viðnám? Hugsarðu með þér: „Þetta er bara rugl í Guðna, ég er ekki svona.“ Gott mál. Þá ertu uppljómuð manneskja. Þegar þú upplifir hamingju og sátt í eigin skinni. Þegar þú vilt vera eins og þú ert, þar sem þú ert, núna. Þegar þú finnur ekki fyrir þörfinni til að breyta þér eða aðstæðum þínum. Þegar þú dvelur aldrei í eftirsjá eða iðrun yfir fortíðinni, í eftirsjá eftir því hvernig hlutirnir voru eða í þrá eftir því að framtíðin komi með betri tíð og blóm í haga. Þegar þú kannast ekki við þessa hugsun: „Ég er ágæt manneskja, eins og ég er, en þegar ég ... “ Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. Þessi grein fjallar nefnilega ekki um að drepa skortdýrið. Það er ekki hægt, því það býr djúpt og víða í öllu okkar lífskerfi. Það er ekki hægt að útrýma skortdýrinu, en það er hægt að senda það í kærleiksríkan dvala – draga úr því máttinn. Við elskum skortdýrið eins og allt annað sem í okkur býr, en við elskum það nógu mikið til að hlusta ekki á það. Við elskum það. Með ljósi. Það er það eina sem þarf. Ljós. Skortdýrið þolir ekki ljósið, þolir ekki ástina, þolir ekki núið. Kærleikur,Guðni
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira