Stjörnur í samstarf á nýjan leik 11. ágúst 2014 21:00 Hljómsveitin Duran Duran er hér ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson í hljóðveri í London. Mynd/Einkasafn Hljómsveitin Duran Duran birti mynd af sér ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson á vefsíðu sinni fyrir skömmu og tilkynnti að sveitin væri að vinna að sinni fjórtándu hljóðversplötu með hjálp Rodgers og Ronsons. Rodgers úr hljómsveitinni Chic ber ábyrgð á mörgum af vinsælustu lögum seinni ára og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við David Bowie, Madonnu og Daft Punk svo nokkrir séu nefndir. Ronson er einnig vel þekktur innan tónlistargeirans og hefur unnið með fólki á borð við Adele, Robbie Williams og Amy Winehouse. Myndin er tekin í stúdíói sveitarinnar í London, þar sem upptökur fara fram en Rodgers og Ronson eru aðstoðarupptökumenn á plötunni og gera má ráð fyrir að Rodgers leiki einnig inn á hana. Gert er ráð fyrir að nýja platan líti dagsins ljós á næsta ári. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rodgers aðstoðar Duran Duran, því hann aðstoðaði sveitina árið 1986 og var upptökumaður á plötunni Notorious. Þá kom hann einnig að gerð plötunnar Astronaut sem upptökustjóri. Hann á mikinn þátt í tveimur af þekktustu lögum sveitarinnar, The Reflex og Wild Boys. Ronson var hins vegar aðstoðarupptökumaður á síðustu plötu hljómsveitarinnar, All You Need Is Now, sem kom út árið 2010. Fyrr á árinu tilkynnti Duran Duran að fyrrverandi gítarleikari Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, væri sveitinni einnig til aðstoðar á nýju plötunni. Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran birti mynd af sér ásamt Nile Rodgers og Mark Ronson á vefsíðu sinni fyrir skömmu og tilkynnti að sveitin væri að vinna að sinni fjórtándu hljóðversplötu með hjálp Rodgers og Ronsons. Rodgers úr hljómsveitinni Chic ber ábyrgð á mörgum af vinsælustu lögum seinni ára og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við David Bowie, Madonnu og Daft Punk svo nokkrir séu nefndir. Ronson er einnig vel þekktur innan tónlistargeirans og hefur unnið með fólki á borð við Adele, Robbie Williams og Amy Winehouse. Myndin er tekin í stúdíói sveitarinnar í London, þar sem upptökur fara fram en Rodgers og Ronson eru aðstoðarupptökumenn á plötunni og gera má ráð fyrir að Rodgers leiki einnig inn á hana. Gert er ráð fyrir að nýja platan líti dagsins ljós á næsta ári. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rodgers aðstoðar Duran Duran, því hann aðstoðaði sveitina árið 1986 og var upptökumaður á plötunni Notorious. Þá kom hann einnig að gerð plötunnar Astronaut sem upptökustjóri. Hann á mikinn þátt í tveimur af þekktustu lögum sveitarinnar, The Reflex og Wild Boys. Ronson var hins vegar aðstoðarupptökumaður á síðustu plötu hljómsveitarinnar, All You Need Is Now, sem kom út árið 2010. Fyrr á árinu tilkynnti Duran Duran að fyrrverandi gítarleikari Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, væri sveitinni einnig til aðstoðar á nýju plötunni.
Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira