Heilsa

Silkimjúk húð með súkkulaðimaska

Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Búðu til þinn eigin maska með hráefnum úr eldhúsinu. Hann er fullur af næringu og andoxunarefnum fyrir húðina og er án allra skaðlega aukaefna. Húðin verður silkimjúk eftir þennan.

Uppskrift af súkkulaðimaska.

Innihald:

1 meðalstór lárpera

3 matskeiðar lífrænt hrákakó

2 teskeiðar hrátt og lífrænt hunang

1 matskeið kanill

Leiðbeiningar:

1.Blandið öllu saman í skál.

2.Nuddið maskanum varlega á andlit og bíðið í 20 mínútur.

3.Hreinsið maskann af með volgu vatni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×