Lífið

Lét húðflúra á sig: „Hanna Birna segðu af þér“

Ellý Ármanns skrifar
Húðflúrið hans Braga Páls.
Húðflúrið hans Braga Páls. Vísir/Anton/Bragi Páll
Bragi Páll Sigurðarson, 30 ára skáld, lét húðflúra á hægra lærið á sér textann: „Hanna Birna segðu af þér“. Við höfðum samband við Braga, fengum leyfi fyrir myndbirtingunni og spurðum hann hvers vegna hann fékk sér þetta húðflúr?

„Ég setti það á mig rétt áðan og það var gamli eðlisfræðikennarinn minn, Siggi í Mótorsmiðjunni sem flúraði mig. Ég ákvað að fá mér flúrið sem opinbera afstöðu gegn spillingu og valdsjúkum embættismönnum sem virðast stöðugt gleyma því að þeir eiga að vera að starfa fyrir fólkið í landinu, ekki LÍÚ eða kröfuhafa eða einhverja aðra," útskýrir Bragi.

Bragi lét húðflúra sig í dag.
„Þeir eiga að þjóna okkur og þegar þeir drulla á sig, eins og Hanna hefur ítrekað og augljóslega gert, þá eiga þeir að taka ábyrgð og segja af sér. Það talar enginn um það, en fólk er að flýja landið, fólk er að gefast upp, og firring valdastéttarinnar og aftenging hennar frá raunverulegum aðstæðum fólks í landinu er stór hluti af því," segir Bragi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.