Sport

Hafdís komst ekki í úrslitin í Zürich

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. Vísir/Auðunn
Hafdísi Sigurðardóttur tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt í úrslitum í langstökki kvenna í Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Zürich þessa dagana.

Hafdís þurfti að stökkva 6,65 metra í langstökkinu eða vera á meðal tólf bestu í undankeppninni til þess að komast í úrslitin sem fara fram á morgun.

Hafdís stökk 5,84 metra í fyrsta stökki, 5,89 metra í öðru stökki og lengst stökk hún í þriðju tilraun sem var 6,27 metrar. Það nægði henni hinsvegar ekki að þessu sinni en hún endaði í sextánda sæti.

Hafdís hefur þó ekki lokið keppni á mótinu en hún keppir í undanrásum í 200 metra hlaupi á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum

Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit.

Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð

Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×