Saab enn einu sinni í þrot? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2014 11:05 Framleiðsla á Saab bíl í Trollhettan í Svíþjóð. Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent