5 skotheld ráð til þess að takast á við streitu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2014 15:15 Vísir/Getty Streita er næstum óumflýjanleg í nútímasamfélagi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki hægt að ráða við hana. Til þess að viðhalda jafnvægi er gagnlegt að hugsa vel um líkama og sál, vera meðvitaður um þær aðstæður sem valda kvíða og streitu og æfa sig í að takast á við þær. Það eru ótal leiðir til þess að minnka streitu og verður hver og einn að finna út hvað hentar fyrir sig. Hér eru 5 mismunandi ráð sem hjálpa til við streitustjórnun:Sættu þig við það sem þú getur ekki breytt. Eða með öðrum orðum, ekki stressa þig yfir litlu hlutunum sem skipta í raun engu máli. Reyndu að pirra þig ekki á hlutum sem þú hefur enga stjórn á, það gagnast engum og þá sérstaklega ekki þér. Þú getur til dæmis ekki haft neina stjórn á því hvernig veðrið er úti eða hvort að umferðin sé þung. Reyndu frekar að njóta augnabliksins, slaka á og segja þér að þetta skipti engu máli í stóra samhenginu.Farðu í göngutúr. Göngutúrar eru frábær leið til þess að minnka streitu og kvíða. Þegar við göngum kemur hreyfing á vöðvana og blóðflæðið fer á stað. Við það losnar um boðefnið endorfín sem lætur okkur finna fyrir vellíðan og styrkir um leið ónæmiskerfið. Göngutúrar geta líka verið góð leið til þess að fara aðeins frá vandamálunum og hreinsa hugann. Þá er jafnvel auðveldara að takast á við það sem um ræðir í eftir göngutúrinnSettu fólki mörk.Sumir eiga erfitt með að segja nei við aðra og taka allt of mikið að sér sem endar með mikilli streitu. Studum er allt í lagi að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Ef þú hefur ekki tíma til þess að gera eitthvað sem fólk biður þig um æfðu þig þá í að segja nei. Þú veist best hvað þú ræður við og það er allt í lagi að geta ekki gert allt fyrir alla.Finndu slökun sem hentar þér. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem stunda einhverskonar slökunar aðferðir eins og hugleiðslu eða jóga finna fyrir minni streitu og líkami þeirra er betur í stakk búinn til þess að berjast gegn sjúkdómum heldur en hjá þeim sem taka sér ekki tíma reglulega í slökun. Rannsóknir hafa líka sýnt að þeir sem stunda slökun séu með lægri blóðþrýsting, betra blóðflæði og betra ónæmiskerfi.Borðaðu betur, sofðu meira. Lélegt mataræði og ónægur svefn getur haft í för með sér hækkun á streituhormónum í líkamanum. Með því að borða heilsusamlegan mat eins og grænmeti, ávexti, trefjar og holla fitu gefuru líkamanum orku og næringu til þess að berjast gegn streitu. Góður nætursvefn getur einning gert kraftaverk fyrir andlega líðan og hæfni þína til þess að takast á við öll þau vandamál sem koma upp yfir daginn. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Streita er næstum óumflýjanleg í nútímasamfélagi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki hægt að ráða við hana. Til þess að viðhalda jafnvægi er gagnlegt að hugsa vel um líkama og sál, vera meðvitaður um þær aðstæður sem valda kvíða og streitu og æfa sig í að takast á við þær. Það eru ótal leiðir til þess að minnka streitu og verður hver og einn að finna út hvað hentar fyrir sig. Hér eru 5 mismunandi ráð sem hjálpa til við streitustjórnun:Sættu þig við það sem þú getur ekki breytt. Eða með öðrum orðum, ekki stressa þig yfir litlu hlutunum sem skipta í raun engu máli. Reyndu að pirra þig ekki á hlutum sem þú hefur enga stjórn á, það gagnast engum og þá sérstaklega ekki þér. Þú getur til dæmis ekki haft neina stjórn á því hvernig veðrið er úti eða hvort að umferðin sé þung. Reyndu frekar að njóta augnabliksins, slaka á og segja þér að þetta skipti engu máli í stóra samhenginu.Farðu í göngutúr. Göngutúrar eru frábær leið til þess að minnka streitu og kvíða. Þegar við göngum kemur hreyfing á vöðvana og blóðflæðið fer á stað. Við það losnar um boðefnið endorfín sem lætur okkur finna fyrir vellíðan og styrkir um leið ónæmiskerfið. Göngutúrar geta líka verið góð leið til þess að fara aðeins frá vandamálunum og hreinsa hugann. Þá er jafnvel auðveldara að takast á við það sem um ræðir í eftir göngutúrinnSettu fólki mörk.Sumir eiga erfitt með að segja nei við aðra og taka allt of mikið að sér sem endar með mikilli streitu. Studum er allt í lagi að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Ef þú hefur ekki tíma til þess að gera eitthvað sem fólk biður þig um æfðu þig þá í að segja nei. Þú veist best hvað þú ræður við og það er allt í lagi að geta ekki gert allt fyrir alla.Finndu slökun sem hentar þér. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem stunda einhverskonar slökunar aðferðir eins og hugleiðslu eða jóga finna fyrir minni streitu og líkami þeirra er betur í stakk búinn til þess að berjast gegn sjúkdómum heldur en hjá þeim sem taka sér ekki tíma reglulega í slökun. Rannsóknir hafa líka sýnt að þeir sem stunda slökun séu með lægri blóðþrýsting, betra blóðflæði og betra ónæmiskerfi.Borðaðu betur, sofðu meira. Lélegt mataræði og ónægur svefn getur haft í för með sér hækkun á streituhormónum í líkamanum. Með því að borða heilsusamlegan mat eins og grænmeti, ávexti, trefjar og holla fitu gefuru líkamanum orku og næringu til þess að berjast gegn streitu. Góður nætursvefn getur einning gert kraftaverk fyrir andlega líðan og hæfni þína til þess að takast á við öll þau vandamál sem koma upp yfir daginn.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira