7 ástæður þess að þú ættir að fara út að ganga Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 17:00 Vísir/Getty 1. Styrkir hjartað Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni.2. Minnkar líkurnar á allskyns sjúkdómum Auk þess að minnka líkur á hjartasjúkdómum, geta reglulegir göngutúrar minnkað líkurnar á því að þróa með sér sykursýki 2, astma og sum krabbamein. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Það er þó ekki vitað hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar.3. Hjálpar til við þyngdarstjórnun Göngutúrar, að setja einn fót fram fyrir hinn, er ein auðveldasta leiðin til þess að losna við aukakílóin.4. Getur hjálpað til við að koma í veg fyrir elliglöp Einn af hverjum fjórtán yfir 65 ára aldri, og einn af hverjum sex yfir 80 ára aldri þjáist af elliglöpum. Það að stunda líkamsrækt ver heilann gegn hrörnun og margar rannsóknir benda til þess að regluleg líkamsrækt geta minnkað líkurnar á að fá elliglöp um allt að 40%. 5. Getur komið í veg fyrir beinþynninguLíkamsrækt á borð við göngutúra styrkir beinin og þéttir þau, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega fyrir konur. Þá geta reglulegir göngutúrar minnkað líkurnar á að einstaklingar þrói með sér gigt.6. Eykur orku Að fara í göngutúr er ein besta leiðin til þess að auka orku í líkamanum á náttúrulegan hátt. Í göngutúrnum eykst súrefnisflæði í líkamanum sem lætur manni líða vel. Þá getur stuttur göngutúr hjálpað til við að losna við spennu úr vöðvum og liðum.7. Gerir þig hamingjusamari Rannsóknir hafa sýnt að regluleg líkamsrækt, á borð við göngutúra, skili miklum árangri hjá þeim sem glíma við þunglyndi. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur sem minnkar kvíða og stress. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
1. Styrkir hjartað Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni.2. Minnkar líkurnar á allskyns sjúkdómum Auk þess að minnka líkur á hjartasjúkdómum, geta reglulegir göngutúrar minnkað líkurnar á því að þróa með sér sykursýki 2, astma og sum krabbamein. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Það er þó ekki vitað hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar.3. Hjálpar til við þyngdarstjórnun Göngutúrar, að setja einn fót fram fyrir hinn, er ein auðveldasta leiðin til þess að losna við aukakílóin.4. Getur hjálpað til við að koma í veg fyrir elliglöp Einn af hverjum fjórtán yfir 65 ára aldri, og einn af hverjum sex yfir 80 ára aldri þjáist af elliglöpum. Það að stunda líkamsrækt ver heilann gegn hrörnun og margar rannsóknir benda til þess að regluleg líkamsrækt geta minnkað líkurnar á að fá elliglöp um allt að 40%. 5. Getur komið í veg fyrir beinþynninguLíkamsrækt á borð við göngutúra styrkir beinin og þéttir þau, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega fyrir konur. Þá geta reglulegir göngutúrar minnkað líkurnar á að einstaklingar þrói með sér gigt.6. Eykur orku Að fara í göngutúr er ein besta leiðin til þess að auka orku í líkamanum á náttúrulegan hátt. Í göngutúrnum eykst súrefnisflæði í líkamanum sem lætur manni líða vel. Þá getur stuttur göngutúr hjálpað til við að losna við spennu úr vöðvum og liðum.7. Gerir þig hamingjusamari Rannsóknir hafa sýnt að regluleg líkamsrækt, á borð við göngutúra, skili miklum árangri hjá þeim sem glíma við þunglyndi. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur sem minnkar kvíða og stress.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira