Fótbolti

Benzema hjá Real Madrid til ársins 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.
Benzema í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
Franski framherjinn Karim Benzema hefur gert nýjan fimm ára samning við Evrópumeistara Real Madrid.

Benzema hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu, en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum - allavega ekki á næstunni.

Benzema kom til Real Madrid frá Lyon sumarið 2009 og hefur skorað 111 mörk í 235 leikjum fyrir spænska stórliðið.

Hann hefur einu sinni orðið Spánarmeistari með Real Madrid, tvisvar bikarmeistari, auk þess sem hann varð Evrópumeistari með liðinu síðasta vor.

Benzema hefur leikið 71 landsleik fyrir Frakkland og skorað 24 mörk.


Tengdar fréttir

Benzema vill Pogba til Real Madrid

Karim Benzema framherji Real Madrid vill að félagi sinn í franska landsliðinu í fótbolta, Paul Pogba, gangi til liðs við Real Madrid í sumar en miðjumaðurinn ungi er mjög eftirsóttur.

Benzema óttast ekki samkeppni

Karim Benzema telur að Luis Suarez sé ekki búinn að sanna sig sem einn af bestu framherjum heims.

Frakkar völtuðu yfir Sviss

Frakkar eru komnir í sextán liða úrslit HM eftir ótrúlegan 5-2 sigur á Sviss í kvöld. Leikurinn var frábær.

Stórsigur Frakka

Frakkar rúlluðu yfir Jamaíkumenn í sínum síðasta leik fyrir HM. Lokatölur urðu 8-0, Frakklandi í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×