10 leiðir til þess að nota kókosolíu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 13:00 Kókosolía er frábær í ótrúlega margt. Hún hentar vel í matargerð og er nærandi fyrir húð og hár. Kókosolían geymist lengur en margar aðrar olíur og ekki þarf að geyma hana í ísskáp. Mikilvægt er að velja lífræna, hreina, alveg óunna og óhitaða kókosolíu. Hér koma 10 leiðir til þess að nota kókosolíu:Til þess að taka af farðaKókosolíu má nota til þess að þvo af farða af bæði andliti og augum, hún nær farðanum vel af og nærir húðina í leiðinni.Í baksturinnHægt er að skipta út annari fitu í uppskriftum fyrir kókosolíu og til eru fjöldamargar uppskriftir af ljúffengum sætindum með kókosolíu í.Til steikingarKókosolía þolir mikinn hita vel og hentar því vel til steikingar.Í háriðKókosolía er góð næring fyrir hárið og hársvörðinn. Gott er að bera hana í hárið fyrir svefn og þvo úr með sjampói næsta dag.RaksturKókosolíu er hægt að nota bæði sem raksápu og til þess að bera á húðina eftir rakstur.SvitalyktareyðirKókosolían hefur bakteríudrepandi eiginleika og hentar vel undir hendur. Blandið saman kókosolíu og matarsóda til þess að fá náttúrulegan og góðan svitalyktareyði.Á húðinaGóð og nærandi fyrir húðina, hægt að nota á andlit, líkama og sem handaáburðFyrir börnKókosolían er tilvalin til þess að nota á litla bossa við bleyjuskipti.SleipiefniKókosolía er laus við öll skaðleg eiturefni og er frábær sem náttúrulegt sleipiefni.NuddolíaNærandi og vel lyktandi og hentar afar vel sem nuddolía. Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Kókosolía er frábær í ótrúlega margt. Hún hentar vel í matargerð og er nærandi fyrir húð og hár. Kókosolían geymist lengur en margar aðrar olíur og ekki þarf að geyma hana í ísskáp. Mikilvægt er að velja lífræna, hreina, alveg óunna og óhitaða kókosolíu. Hér koma 10 leiðir til þess að nota kókosolíu:Til þess að taka af farðaKókosolíu má nota til þess að þvo af farða af bæði andliti og augum, hún nær farðanum vel af og nærir húðina í leiðinni.Í baksturinnHægt er að skipta út annari fitu í uppskriftum fyrir kókosolíu og til eru fjöldamargar uppskriftir af ljúffengum sætindum með kókosolíu í.Til steikingarKókosolía þolir mikinn hita vel og hentar því vel til steikingar.Í háriðKókosolía er góð næring fyrir hárið og hársvörðinn. Gott er að bera hana í hárið fyrir svefn og þvo úr með sjampói næsta dag.RaksturKókosolíu er hægt að nota bæði sem raksápu og til þess að bera á húðina eftir rakstur.SvitalyktareyðirKókosolían hefur bakteríudrepandi eiginleika og hentar vel undir hendur. Blandið saman kókosolíu og matarsóda til þess að fá náttúrulegan og góðan svitalyktareyði.Á húðinaGóð og nærandi fyrir húðina, hægt að nota á andlit, líkama og sem handaáburðFyrir börnKókosolían er tilvalin til þess að nota á litla bossa við bleyjuskipti.SleipiefniKókosolía er laus við öll skaðleg eiturefni og er frábær sem náttúrulegt sleipiefni.NuddolíaNærandi og vel lyktandi og hentar afar vel sem nuddolía.
Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira