Körfubolti

Ólafur Aron aftur til Njarðvíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur með Gunnari Örlygssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Ólafur með Gunnari Örlygssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Mynd/VF
Leikstjórnandinn Ólafur Aron Ingvarson hefur samið við Njarðvík og mun spila með liðinu næsta árið.

Víkurfréttir greina frá þessu en Ólafur Aron, sem er uppalinn Njarðvíkingur, hefur spilað með Þór á Akureyri síðustu tvö tímabil. Þar áður var hann hjá Stjörnunni í tvö ár og eitt hjá ÍR.

Friðrik Ingi Rúnarsson var í vor ráðinn þjálfari Njarðvíkur og verður Teitur Örlygsson honum til aðstoðar.


Tengdar fréttir

Teitur verður aðstoðarmaður Friðriks Inga næsta vetur

Teitur Örlygsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar, verður áfram í baráttunni í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur því Njarðvíkingar tilkynntu það á lokahófi sínu í kvöld að Teitur verði aðstoðarmaður Friðriks Inga Rúnarssonar næsta vetur. Þetta kemur fram á karfan.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×