Tónlist

Weird Al í fyrsta sinn á toppnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Tónlistarmaðurinn Weird Al Yankovic gaf út plötuna Mandatory Fun þann 15. júlí og nú situr hún sem fastast á toppi Billboard 200-listans í Bandaríkjunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Weird Al afrekar það að vera á toppi vinsældarlista með plötu á sínum 35 ára langa ferli.

„Ég hefði aldrei trúað þessu ef þið hefðuð sagt mér að þetta myndi gerast fyrir þrjátíu árum. Ef þið hefðuð sagt mér þetta fyrir tveimur vikum hefði ég samt ekki trúað ykkur,“ tísti Weird Al um afrekið.

Mandatory Fun er fjórtánda stúdíóplata Weird Al en síðast gaf hann út Alpocalypse árið 2011. 

Tónlistarstefna spéfuglsins gengur út á að gera grín að þekktum slögurum, til að mynda Blurred Lines, Happy og Royals.

Þegar Mandatory Fun náði toppsætinu hafði platan selst í 104,700 eintökum.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.