Lengdu lífið með bros á vör Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2014 11:00 Vísir/Getty Langflest eigum við það sameiginlegt að vilja lifa löngu og hamingjsömu lífi í heilbrigðum líkama. Besti spádómurinn um langlífi fólks er líklega hegðun þess og siðir og flest höfum við einhverja ósiði sem við værum til í að losa okkur við. Það er þó aldrei of seint að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu til þess að stuðla að bættri líðan og auka líkur á langlífi. Hér koma 4 ráð til þess að lifa betra og lengra lífi. 1. Hugsaðu vel um líkama þinn Hreyfing og heilsusamlegar athafnir eru afar mikilvægir þættir þess að lifa góðu og löngu lífi. Prófaðu að byrja daginn á nokkrum léttum jóga æfingum eða teygjum, farðu í göngutúra, gerðu stuttar öndunar æfingar þegar þú færð nokkrar mínútur aflögu í vinnunni og taktu þér tíma á hverjum degi til þess að huga að eigin heilsu. Þér líður betur í líkamanum fyrir vikið, verður orkumeiri og nýtur lífsins frekar. 2. Borðaðu til þess að lifa Offita er orðið stórt vandamál í stórum hluta heimsins og því mikilvægt að hafa það í huga að borða til þess að lifa en ekki öfugt. Þörf er á mikilli vitundarvakningu hvað mataræði varðar til þess að fólk fari að gera sér almennilega grein fyrir mikilvægi þess að borða heilsusamlega. Borðaðu eins fjölbreytt og þú getur og leggðu áherslu á grænmeti, ávexti, heilkorn og holla fitu, og forðastu sykur. 3. Gerðu heilaæfingar Það er líka mikilvægt að æfa heilann reglulega. Að vera í vinnu sem er örvandi fyrir heilann hjálpar vissulega til, en það er líka hægt að þjálfa heilann með því að lesa, gera krossgátu eða sudoku, prjóna eða jafnvel að læra nýtt tungumál. Með því að halda heilanum í stöðugri æfingu, stuðlaru að því að fá síður hrörnunarsjúkdóma og eykur líkur á langlífi. 4. Tileinkaðu þér jákvæðni og þakklæti Ákveddu að glasið sé hálf fullt og taktu nokktar mínútur daglega í það að þakka fyrir allt sem þú hefur hlotnast í lífinu, í stað þess að einblína á það sem þú telur þig skorta eða það sem þú átt eftir að gera. Þetta hjálpar þér við það að komast yfir þær hindranir sem verða á vegi þínum. Jákvæðni stuðlar ekki bara að aukinni hamingju, heldur getur einnig hjálpað til við að lengja líf þitt. Fólk sem er jákvæðið er í minni hættu á að fá hjartáföll, sem er næg ástæða til þess að gleðjast. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Langflest eigum við það sameiginlegt að vilja lifa löngu og hamingjsömu lífi í heilbrigðum líkama. Besti spádómurinn um langlífi fólks er líklega hegðun þess og siðir og flest höfum við einhverja ósiði sem við værum til í að losa okkur við. Það er þó aldrei of seint að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu til þess að stuðla að bættri líðan og auka líkur á langlífi. Hér koma 4 ráð til þess að lifa betra og lengra lífi. 1. Hugsaðu vel um líkama þinn Hreyfing og heilsusamlegar athafnir eru afar mikilvægir þættir þess að lifa góðu og löngu lífi. Prófaðu að byrja daginn á nokkrum léttum jóga æfingum eða teygjum, farðu í göngutúra, gerðu stuttar öndunar æfingar þegar þú færð nokkrar mínútur aflögu í vinnunni og taktu þér tíma á hverjum degi til þess að huga að eigin heilsu. Þér líður betur í líkamanum fyrir vikið, verður orkumeiri og nýtur lífsins frekar. 2. Borðaðu til þess að lifa Offita er orðið stórt vandamál í stórum hluta heimsins og því mikilvægt að hafa það í huga að borða til þess að lifa en ekki öfugt. Þörf er á mikilli vitundarvakningu hvað mataræði varðar til þess að fólk fari að gera sér almennilega grein fyrir mikilvægi þess að borða heilsusamlega. Borðaðu eins fjölbreytt og þú getur og leggðu áherslu á grænmeti, ávexti, heilkorn og holla fitu, og forðastu sykur. 3. Gerðu heilaæfingar Það er líka mikilvægt að æfa heilann reglulega. Að vera í vinnu sem er örvandi fyrir heilann hjálpar vissulega til, en það er líka hægt að þjálfa heilann með því að lesa, gera krossgátu eða sudoku, prjóna eða jafnvel að læra nýtt tungumál. Með því að halda heilanum í stöðugri æfingu, stuðlaru að því að fá síður hrörnunarsjúkdóma og eykur líkur á langlífi. 4. Tileinkaðu þér jákvæðni og þakklæti Ákveddu að glasið sé hálf fullt og taktu nokktar mínútur daglega í það að þakka fyrir allt sem þú hefur hlotnast í lífinu, í stað þess að einblína á það sem þú telur þig skorta eða það sem þú átt eftir að gera. Þetta hjálpar þér við það að komast yfir þær hindranir sem verða á vegi þínum. Jákvæðni stuðlar ekki bara að aukinni hamingju, heldur getur einnig hjálpað til við að lengja líf þitt. Fólk sem er jákvæðið er í minni hættu á að fá hjartáföll, sem er næg ástæða til þess að gleðjast.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira