Íslenski boltinn

Gústi Gylfa: Ætlum að styrkja okkur í glugganum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ágúst Gylfason horfði upp á tap í Eyjum í dag.
Ágúst Gylfason horfði upp á tap í Eyjum í dag. vísir/valli
„Við erum búnir að dragast ofan í botnbaráttuna, það er nokkuð ljóst,“ sagði svekktur Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, við blaðamann Vísis eftir 4-2 tapið gegn ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld.

Fjölnismenn hafa ekki unnið leik í deildinni síðan í annarri umferð, en nýliðarnir byrjuðu vel og unnu fyrstu tvo leiki sína. Nú hefur liðið færst nær botnsvæðinu.

„Við skorum tvö ágætis mörk en það var ekki nógu mikið skipulag og barátta í seinni hálfleik því miður,“ sagði Ágúst.

„Það þarf að skoða þennan varnarleik. Við höfum farið með því hugarfari í þessa leiki að halda núllinu en þetta hefur snúist algjörlega í höndunum á okkur, því miður.“

Félagaskiptaglugginn opnar á þriðjudaginn og þjálfarinn er opinn fyrir því að styrkja liðið ef ekki illa á að fara.

„Við höfum talað um það í vor að við ætlum að styrkja okkur í glugganum og sjáum hvað setur, en það er ekkert í hendi,“ sagði Ágúst Gylfason.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×