Eigum við ekki bara að vera vinir? sigga dögg kynfræðingur skrifar 15. júlí 2014 13:00 Sambandsslit eru flókin og geta verið mjög erfið. Mynd/Getty Ég hef mikinn áhuga á samböndum og öllu sem þeim tengjast, og því einnig og óhjákvæmilega, sambandsslitum. Hversu oft hef ég ekki heyrt (og sagt) setninguna „eigum við ekki bara að vinir“? Það er útaf fyrir sig mjög sérstakt að stinga upp á því að einhver sem þú elskaðir á kynferðislegan hátt ætlir þú nú að þykja bara vænt um á platónskan hátt. Það er svo þægilegt fyrir þann sem „dömpar“ að stinga upp á vinskap. Svolítið eins og að segja „mig langar að sofa hjá öðru fólki en þér og eyða tíma mínu með öðrum en þér en þú mátt alveg hringja í mig einstaka sinnum og kannski leyfi ég þér að elda fyrir mig, ef ég nenni.“ Auðvitað er þetta einföldun, en samt. Mér þykir líka áhugavert það sem fólk gerir í kjölfar sambandslita. Þeim sem var „dömpað“ er oft í tilfinningalegu rústi á meðan sá sem „dömpar“ getur upplifað gleði og frelsistilfinningu, en einnig samviskubit. Hægt er að leita huggunar í gömlum bol elskhugans.Mynd/SkjáskotLjósmyndarinn Carla Richmond Coffing og rithöfundurinn Hanne Steen mynduðu konur í gömlum bolum frá fyrrverandi elskuga sínum að loknum sambandsslitum. Það eru einnig textabrot í verkinu þar sem ástarsyrgjandinn talar um framtíðina sem hefði geta orðið, brostin loforð og hvernig þessi ræfilslega bómullartuska var það eina sem var til af ástinni sem var en verður ekki. Hér er hægt að lesa meira um verkefnið. Annars datt ég niður á fína úttekt á því af hverju elskhugar geta ekki verið vinir en þar er einnig að finna reglur um hvernig best sé að slíta öll tengsl á hreinan og beinan hátt, annað bara framlengir sársaukanum. Jafnvel að senda út spurningalista svo hægt væri að læra eitthvað af sambandinu svo ekki færi maður með sömu mistökin í næsta samband. Nú eða gera eins og Gwyneth Paltrow og Chris Martin. Hvað sem þú gerir, ekki vera fáviti og senda sms eða tölvupóst, hittu manneskjuna og gerðu hreint fyrir þínum dyrum. Heilsa Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ég hef mikinn áhuga á samböndum og öllu sem þeim tengjast, og því einnig og óhjákvæmilega, sambandsslitum. Hversu oft hef ég ekki heyrt (og sagt) setninguna „eigum við ekki bara að vinir“? Það er útaf fyrir sig mjög sérstakt að stinga upp á því að einhver sem þú elskaðir á kynferðislegan hátt ætlir þú nú að þykja bara vænt um á platónskan hátt. Það er svo þægilegt fyrir þann sem „dömpar“ að stinga upp á vinskap. Svolítið eins og að segja „mig langar að sofa hjá öðru fólki en þér og eyða tíma mínu með öðrum en þér en þú mátt alveg hringja í mig einstaka sinnum og kannski leyfi ég þér að elda fyrir mig, ef ég nenni.“ Auðvitað er þetta einföldun, en samt. Mér þykir líka áhugavert það sem fólk gerir í kjölfar sambandslita. Þeim sem var „dömpað“ er oft í tilfinningalegu rústi á meðan sá sem „dömpar“ getur upplifað gleði og frelsistilfinningu, en einnig samviskubit. Hægt er að leita huggunar í gömlum bol elskhugans.Mynd/SkjáskotLjósmyndarinn Carla Richmond Coffing og rithöfundurinn Hanne Steen mynduðu konur í gömlum bolum frá fyrrverandi elskuga sínum að loknum sambandsslitum. Það eru einnig textabrot í verkinu þar sem ástarsyrgjandinn talar um framtíðina sem hefði geta orðið, brostin loforð og hvernig þessi ræfilslega bómullartuska var það eina sem var til af ástinni sem var en verður ekki. Hér er hægt að lesa meira um verkefnið. Annars datt ég niður á fína úttekt á því af hverju elskhugar geta ekki verið vinir en þar er einnig að finna reglur um hvernig best sé að slíta öll tengsl á hreinan og beinan hátt, annað bara framlengir sársaukanum. Jafnvel að senda út spurningalista svo hægt væri að læra eitthvað af sambandinu svo ekki færi maður með sömu mistökin í næsta samband. Nú eða gera eins og Gwyneth Paltrow og Chris Martin. Hvað sem þú gerir, ekki vera fáviti og senda sms eða tölvupóst, hittu manneskjuna og gerðu hreint fyrir þínum dyrum.
Heilsa Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira