Íslenski boltinn

Átti Tryggvi að fá rautt?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Bjarnason var í stóru hlutverki þegar Fram tapaði fyrir Fylki í Pepsi-deildinni í gær.

„Tryggvi virðist alltaf enda sem framherji í öllum liðum sem hann spilar í,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi-mörkunum í gær en hann byrjaði leikinn í fremstu víglínu Fram.

Tryggvi fékk einnig höfuðhögg í leiknum, sem og högg á viðkvæman stað eins og komið er að í þættinum. Þá gerðist hann einnig sekur um brot þegar hann keyrði utan í Stefán Ragnar Guðlaugsson.

„Þarna var gróft brot hjá honum sem verðskuldaði allavega gult spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson í þættinum. „Svo endar hann leikinn á að taka eitt selfie og kórónar þannig sinn leik,“ bætti hann við en síðara mark Fram í gær var sjálfsmark Tryggva.

Myndbrotið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×