Spiluðu á Eistnaflugi og týndu öllum hljóðfærunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 10:37 Havok í góðu yfirlæti í Bláa Lóninu. MYND/FACEBOOKSÍÐA HAVOK Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs. Eistnaflug Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs.
Eistnaflug Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira