„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Baldvin Þormóðsson skrifar 15. júlí 2014 13:13 Strákarnir segjast vera sökkerar fyrir góðum sub-kúltúr. mynd/skjáskot „Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október. Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október.
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira