Tónlist

Blink 182 vinnur að nýrri plötu

Hljómsveitin Blink 182 minnir á sig.
Hljómsveitin Blink 182 minnir á sig. Vísir/Getty
Tom Delonge, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Blink 182 hefur staðfest þann orðróm að sveitin sé að vinna að nýrri breiðskífu.
 
Hann birti mynd af hljómsveitinni á Instagram og sagði þar að æfingar væru að hefjast fyrir tónleikaferðalag og að ný plata væri væntanleg frá þeim félögum.

Sveitin kemur fram á fjölda tónleika í ágústmánuði, meðal annars á Reading og Leeds tónlistarhátíðunum, þar sem að sveitir á borð við Arctic Monkeys, Queens Of The Stone Age og Paramorekoma einnig fram. Þá kemur sveitin einnig fram í O2 Academy Brixton þann 6. ágúst.
 
Blink 182, sem selt hefur yfir 35 milljónir platna, sendi síðast frá sér EP plötuna, Dogs Eating Dogs árið 2012 en síðasta breiðskífa sveitarinnar kom út árið 2011 og ber hún titilinn, Neighborhoods.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.