Íslenski boltinn

Jóhann Laxdal kominn heim í Stjörnuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Laxinn er kominn heim.
Laxinn er kominn heim. vísir/daníel
Stjörnunni hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir átökin í seinni hluta Pepsi-deildar karla í fótbolta, en bakvörðurinn JóhannLaxdal er kominn heim frá Noregi og búinn að semja við Garðabæjarliðið.

Jóhann fór út í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð og samdi við Ull/Kisa í 1. deildinni í Noregi. Þar hefur hann spilað tólf af fimmtán deildarleikjum liðsins sem er með níu stig í 15. og næstneðsta sæti deildarinnar.

Frá þessu er greint á vefsíðu Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannafélags Stjörnunnar, en búast má við að Jóhann verið orðinn löglegur með Garðbæingum fyrir næsta deildarleik á móti Fylki í Árbænum.

Stjörnumenn staðfestu í samtali við Vísi að Jóhann geri þriggja ára samning við félagið.

Hann verður aftur á móti ekki með liðinu í Evrópudeildarleiknum gegn Motherwell ytra á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×