Íslenski boltinn

Eyjamenn semja við Svíann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson heldur áfram að styrkja liðið.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson heldur áfram að styrkja liðið. vísir/daníel
ÍBV heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í seinni hluta Pepsi-deildar karla í fótbolta, en félagið ætlar að semja við sænska framherjann IsakNylén sem æft hefur með liðinu undanfarnar vikur.

Þetta kemur fram á fótbolti.net en Nylén er tveggja metra hár leikmaður sem kemur til ÍBV á láni frá Brommapojkarna í Svíþjóð.

Nylén hefur ekki komið við sögu hjá sænska liðinu í úrvalsdeildinni þar í landi á yfirstandandi leiktíð en með Brommapojkarna leikur bakvörðurinn KristinnJónsson.

„Okkur vantar meiri breidd í senter stöðuna og það hentar ágætlega að fá hann út tímabilið,“ segir SigurðurRagnarEyjólfsson við fótbolti.net.

Trínídadinn Jonathan Glenn hefur tekið við sér í framlínu Eyjamanna, en hann skoraði mörk númer fimm og sex í sumar þegar ÍBV lagði Fjölni í Eyjum síðastliðinn sunnudag.

ÍBV ætlar aftur á móti ekki að semja við bandaríska miðjumanninn JoeySpivack sem einnig hefur verið á reynslu hjá félaginu. Sigurður Ragnar útilokar þó ekki frekari liðsstyrkingu áður en glugganum verður lokað 31. júlí.

Þórarinn Ingi Valdimarsson er svo á leið heim til Eyja frá Sarpsborg í Noregi, en hann verður orðinn löglegur með liðinu fyrir næsta deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×