Íslenski boltinn

Bergsveinn fer ekki frá Fjölni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bergsveinn Ólafsson í baráttu við Árna Vilhjálmsson.
Bergsveinn Ólafsson í baráttu við Árna Vilhjálmsson. vísir/vilhelm
Bergsveinn Ólafsson, miðvörður og fyrirliði Fjölnis, er ekki á förum frá Fjölni í glugganum, en Íslandsmeistarar KR hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir, samkvæmt heimildum Vísis.

KR ætlar að styrkja varnarleikinn á meðan félagskiptaglugginn er opinn, en vesturbæjarliðið lét Norðmanninn Ivar Furu fara í vikunni.

Þá eru eftir þrír miðverðir; GrétarSigfinnurSigurðarson, Aron Bjarki Jósepsson og Gunnar Þór Gunnarsson, en sá síðasti hefur aðeins komið einu sinni við sögu hjá meisturunum í Pepsi-deildinni.

Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, sagði við Vísi í dag að KR hefði ekki haft samband vegna Bergsveins, en hann væri hvort sem er ekki falur.

„Bergsveinn fer ekkert. Við erum á þannig stað í deildinni að við þurfum að verja okkar stöðu,“ sagði Kristján Einarsson við Vísi.

Bergsveinn Ólafsson hefur spilað alla ellefu leiki Fjölnis í Pepsi-deildinni, en liðið er í áttunda sæti með ellefu stig eftir ellefu umferðir. Nýliðarnir hafa ekki unnið leik síðan í annarri umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×